Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1932, Page 95
93
Alla; 7. Victor; 8. Raymond; 9. Tómas. Þau hjón
eru systrabörn, því móðir Maríu var Ingibjörg Jón-
atansdóttir, Jónssonar prests á Bægisá, — eiga því
ekki langt að sækja góða greind. Þó María sé 9
barna móðir, er hún svo ungleg, sem enn væri
yngismær blómleg og frjálsleg. — Tómas hefir ver-
ið nýtur maður fyrir bygðir Nýja íslands, sem
kaupsýslumaöur í hestakaupum, og borið gott skyn
á val þeirra. Gekk hann og vel frarn í því, að
byggja upp nýlenduna að góöum vinnuhestum, og
voru víst flestir eða öllu fremur allir mjög ánægð-
ir við hann gagnvart þeim kaupum. Virtist Iþað
vera markmið hans að gera viðskiftamenn sína
sem ánægðasta. Á hann því miklar þakkir skilið
fyrir framgöngu sína í því starfi.
Landnemi, Lot E.E. 28.
Baldvin Halldórsson. — Hann er bróðir Páls á
Geysir. Þar nefndi hann Baldurshaga, er hann
nam land. — Kona Baldvins er Jóhanna María,
dóttir Ólafs Oddssonar, er land nam í Fljótshygð
og bjuggu í Fagraskógi. Þar búa þau nú Baldvin
og Jóhanna. Börn eiga þau nokkur, en ekki hafa
þau gefið fram nöfn þeirra fyrir landnámssögu. —
Ættir þeirra hjóna má sjá í landnematali Fljóts-
bygðar. — Baldvin má nú teljast einna snjallastur
hagyrðingur meðal Vestur-íslendinga, og þjóð-
kunnur á því sviði, þeirra, er ekki eru taldir skáld.
En svo góð eru tilþrif í mörgum hans stökum, að
vel mætti hann kallast skáld, þótt ekki hafi hann
ort — svo almenningi sé kunnugt — undir öðrum
lögum en hinum íslenzku bragarháttum. Jóhanna
er af hagyrðingum komin. Hún er vel gefin kona
og greinargóð.
Section 29 er skólaland.
Landnemi, S.E. 30.
Oddný Sigurðsson. — Hún var ekkja Sigurðar
Jónssonar á Vatnsleysu á Vatnsleysuströnd. Þeirra
son er Sigurmundur kaupmaður í Árborg, sem áð-