Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1932, Qupperneq 99
97
Guömundur bóndi á Galtastöðum (fram) í Hróars-
tungu, Arngrímssonar bónda í Blöndugerði, Sig-
urðssonar á Gautlöndum, Jónssonar bónda á Mýri
í Bárðardal, Halldórssonar bónda á Lundarbrekku,
Ingjaldssonar bónda á Kálfaströnd við MÝvatn. Á-
fram má rekja ættina í beinan karllegg óslitið í
gegnum aldirnar til Bjarnar bunu, Grímssonar
hersis í Sogni. Hálfbræður, samfeðra, voru þeir
Arngrímur í Blöndugerði og Jón alþingismaður á
Gautlöndum. Fyrri kona Sigurðar á Gautlöndum
var móðir Arngríms, en seinni kona hans var móðir
Jóns. Sigríður hét móðir Þóru konu Jóhanns. Hún
var Eyjólfsdóttir bónda á Grímsstöðum á Meðal-
landi, Þorvarðssonar. — Jóhann Sæmundsson er
einn meðal hinna beztu bænda bygðarinnar. Hann
varð einna fyrstur manna í sinni bygð til að byggja
á steinsteyptum grunni. Er þannig gengið frá
öllum hans byggingum. Steinsteypukjallari er
undir íbúðarhúsinu, sem er mjög vandað að allri
gerð. Búhöldur er Jóhann með bezta hætti. Stend-
ur þar og á traustum stólpum búskapur sem bygg-
ingar. Og traustari drengskaparmann getur vart
að finna en Jóhann Sæmundsson — þéttann á
velli og þéttann í lund, ákveðinn og einlægann.
Viðbrugðið er og eðallyndi beggja þeirra hjóna,
gestrisni og greiðvikni. Þóra er ein á meðal þeirra
góðu kvenna, sem ekki má sjá aðra líða, án þess
að rétta hönd til hjálpar, það sem hún til nær. —
Börn þeirra eru Gunnar og Aðalbjörg. Prýðilega
greind eru þau og vel gefin. — Gunnar fór heim
til íslands til þess að vera á Alþingishátíðinni 1930.
Lagði hann upp í þá ferð einn síns liðs rúmri viku
fyr en fyrri heimferðarflokkurinn lagði af stað.
Fyrir það fékk hann betur notið sín á ferðalaginu
um Borgarfjörðinn -milli skyldmenna sinna, sem
hann heimsótti þar fyrir hátíðina, áður en ferða-
straumur íslendinganna vestanað byrjaði, og þá
heyannir ekki heldur byrjaðar. Á Iivítárvöllum