Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1932, Page 101
99
Kristmundur Númi Sigurðsson. — Hann er
sonur Sigurðar í Fagradal, Friðfinnssonar. Þegar
Sveinbjörn gekk í herinn, keypti Kristmundur af
honum landið og hefir búið þar síðan. Hann er
einn rneðal liinna betri bænda bygðarinnar, bráð-
duglegur og fyrirhyggjusamur. — Kona hans er
Jakobína, dóttir Helga Jakobssonar. Börn þeirra
eru: 1. Vordís; 2. Leifur; 3. Númi; 4. Kjartan; 5.
Skafti. Myndarbragur mikill er á heimili þeirra
hjóna. Þau giftust 17. júní 1922. — Kristmundur
hefir ekki tekið heimilisrétt á landi.
Landnemi, S.V. 32.
Hermann ólafsson. — Um hann hafa fengist
þær einu upplýsingar, að hann var fremur dulur
maður, dagfarshægur og dró sig lítið fram, en var
ábyggilegur vinur þeirra fáu, sem hann kyntist.
Er hann hafði unniö rétt á landi sínu, flutti hann
sig á land Felix Sigmundssonar (S.E. 24). Þar
lifði hann einn í kofa. Hann lézt 1905. Hjónin í
Nýhaga, þau Sigurjón og Anna, hlyntu að hinum
einstæða, aldraða manni og hjúkruðu honum af
mikilli alúð í hans banalegu. — Kom þar fram
eðallyndi þeirra sem oftar.
Landnemi, N.V. 32.
Böðvar H. Jakobsson. — Hann er sonur Helga
Jakobssonar frá Sigmundarstöðum í Þverárhlíð og
Ingibjargar Böðvarsdóttur frá Örnólfsdal, sem hér
er áður getið (S.E. 31). — Kona Böðvars er Guð-
laug, dóttir Eyjólfs Einarssonar og Þórönnu Björns-
dóttur, ágætis kona, stjórnsöm húsfreyja, stilt og
geðprúð, en lætur lítið á sér bera út á við. Þau
giftu sig 1914. Börn þeirra eru 4; dætur: Ingibjörg
og Þórey, en Helgi og Böðvar Bjarki eru synir
þeirra. ■— Böðvar H. Jakobsson er hæfileikamaður,
hefir góða forsjá á verkum og stundar kostgæfi-
lega sitt heimili, en heldur sér lítt fram um hin al-
mennu málefni. Finst lionum að hann hafi ekki
nægilega þekkingu til þess að veita þeim hæfilegt
fylgi. Hann var vitsmunamaður í beztu merkingu