Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1932, Qupperneq 102
100
og prýðilega vel ritfær. Kvæði hafa sést eftir hann,
sem ótvírætt sýna, að hann er ágætri skáldgáfu
gæddur, og skáldið Guttormur J. Guttormsson tel-
ur mikils vert um listhæfni hans á því sviði. En
Böðvari finst sjálfum lítils um það vei't, er hann
yrkir, enda gerir liann lítið að því, og er vandlát-
ur við sjálfan sig. Bókhneigður er hann, nýtir því
vel hverja þá hvíldarstund, sem honum gefst frá
nauðsynlegum heimilisstörfum, að lesa góðar og
nytsamai' bækur, og sýnilega er lionum hugstætt
hið forna spakmæli: “Bóndi er bústólpi, bú er
landsstólpi’’. — Er hann og gerhugull að öllu, sem
að því lýtur.
Landnemi, N.E. 32.
Finnur Finnsson. — Faðir hans var Finnur
bóndi á Görðum í Kolbeinsstaðahreppi, Þorkels-
son. Til Vesturheims mun hann hafa flutt er
hann var ekkjumaður orðinn. Hann hafði verzlun
í Borgarnesi, síðar í Reykjavík. Kona lians var Guð-
rún Sigríður, dóttir Snorra frá Skutulsey Stefáns-
sonar, Hallbjarnarsonar. Móðir hennar var Sesselja
Jónsdóttii' bónda í Hjörtsey á Mýrum, Sigurðsson-
ar bónda s. st. Taldir í beinan karllegg frá Mar-
teini biskupi; voru þeir langfeðgar allir búendui'
á Mýrunum. Móðir Sesselju var Guðrún Jónsdóttir
dbrm. á Álftanesi, Sigurðssonar. Bræður Sesselju
voru þeir Sigurður, faðir Geirs skipstjóra í Reykja-
vík og Jón, er var kaupmaður í Borgarnesi, átti
Sigríði, dóttur Sigurðar bónda á Haukagili í Hvítár-
síðu. — Finnur er dáinn fyrir nokkuð mörgum
árum. Síðustu æfiárin dvaldi hann á Þingvöllum,
hjá Jóhönnu ekkju Jóns Sveinssonar. Sonur þeirra
Finns og Guðrúnar er Georg Thordal.
Landnemi, S. E. 33.
Jón S. Nordal. — Hann er sonur Sigurðar G.
Nordals í Norðtungu (N.V. 23). Jón er tvíkvæntur.
Fyrri kona hans var Sigrún, dóttir Sigmundar á
Grund (S.V. 24). Börn þeirra eru: 1. Sigurður Frið-
rik; 2. Sigríður, gift James Rage, verzlunarmanni