Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1932, Qupperneq 104
102
kona Helga á Ásbjanarstöðum, Einarssonar þar,
Halldórssonar annálaritara. Þeirra son er Halldór,
hið þjóðkunna skáld Borgfirðinga, sem nú býr á
Ásbjarnarstöðum. — Halldór í Litlugröf var nafn-
kunnur sem listasmiður og góður hagyrðingur.
Yfirsmiður var hann að flestum þeim kirkjum, sem
í hans tíð vor bygðar í Borgarfirði og nærliggjandi
héruðum. Eftir að hann var blindur orðinn, þilj-
aði liann innan boðstofuna á Ásbjarnarstöðum. Svo
Þótti vel frá því gengið, sem heilskygn hefði gert,
þótt góður smiöur hefði talist. Þá var hann kominn
þangað til Guðrúnar dóttur sinnar. Nafnkunnastur
í seinni tíð mun þó Halldór Bjarnason hafa orðið
fyrir sína mörgu drauma, sem gefnir eru út á prent
og þykja allmerkir, og gætu ef til vill orðið
staðgóður efniviður fyrir hin sálrænu vísindi að
vinna úr. — Tímóteus er að mörgu leyti líkur afa
sínum, Halldóri frá Litlu-Gröf. Hann er prýðilega
vel greindur, hugsar skýrt og skipulega, hefir sjálf-
stæðar skoðanir, er hann byggir á ítarlegri at-
hygli. Bókhneigður er hann, en þeirri hneigð hef-
ir hann orðiö að hasla völl á móti búskapnum, og
þar hefir bókfræðslan orðið að bíða hallann; því
heimilisskyldurnar rækir hann kostgæfilega. Hann
er skemtilegur í viðræðu og hinn prúðmannleg-
asti. — Kona Tímóteusar er Sesselja, dóttir Jóns
Skúlasonar í Fögruhlíð, búsýslukona, greind og
vel að sér ger. Börn þeirra eru: 1. Böðvar Jón
Skúli, bráðgáfaður piltur; 2. Guðrún; 3. Sigfús
Halldór; 4. Hulda Ragnhildur; 5. Sesselja Margrét.
Hulduhvammur heitir landnámsbýli Tímóteusar.
Landnemi, Lot. N.S. 34.
Jósef Benjamínsson. — Hann er Miðfirðingur
að ætt, er sammæðra bróðir Bjarna á Bjarkalandi
(N.E. 26). Um föðurætt hans er ekki kunnugt.
Kona Jósefs var Herdís Einarsdóttir bónda á Refs-
S'tööum í Hálsasveit, Árnasonar bónda í Kalmanns-
tungu, Einarssonar bónda þar, Þórólfssonar, af
Fitjaætt í Borgarfirði. Bróðir Einars á Refsstöðum