Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1932, Qupperneq 105
103
var Þorsteinn á Hofsstöðum, faðir Árna á Brenni-
stöðum í Flókadal og Björns ,sem er búsettur vest-
ur við Lundar, Man. En systir þeirra Einars og
Þorsteins var Helga, kona Hjálms alþingismanns i
Norðtungu, Péturssonar.. Móðir Herdísar var G.uð-
rún Magnúsdóttir bónda í Fljótstungu. Hennar
móðir var Guöný Erlendsdóttir bónda í Fljótstungu.
Herdís var sköruleg húsfreyja, djörf og hreinskil-
in, skýr og greinargóð í skoðunum sínum, er hún
jafnan veitti ákveðið fylgi. Þótti hvarvetna mikið
til hennar koma. Jósef var hægur maður í dagfari
og hinn mesti iðjumaður, góður og skyldurækinn
heimilisfaðir. Til Vesturheims fluttu þau hjón ár-
ið 1887, en settust á landið ári síðar og giftust um
það leyti. Dætur þeirra eru tvær: Lilja Guðný,
kona Karls Kernesteds, búsett vestur við Manitoba-
vatn, hin er Valdheiður, gift Karli úrsmið Þorláks-
syni, búsett í Winnipeg. Einar er sonur þeirra
Jósefs og Herdísar. Hann keypti landnámsjörð
þeirra og þar býr hann. Þar heitir Hlíðarendi. Her-
dís lézt 8. ágúst 1926, en Jósef flutti til Guðnýjar
dóttur sinnar. Um Einar má kveða að orði — eins
og fornsögur vorar um söguhetjurnar: “hann er
mikill maður vexti og sterkur”. Og honum má
telja fleira til ágætis, því hann er einn með beztu
bændum bygðarinnar .greindur vel og gætinn,
hefir og náð miklu trausti og áliti sveitunga sinna
í almennum félagsmálum sinnar bygðar. Kona
Einars er Málfríður, dóttir Jóns í Fögruhlíð Skúla-
sonar. Hún er myndarleg kona og vel farið að
skipa húsfreyjusæti tengdamóður sinnar. Aldís
og Guðrún eru dætur þeirra.
Landnemi, N.V. 34.
Kristjón Sigurðsson. — Hann er sonur Sig-
urðar í Fagradal Friðfinnssonar (N.E. 36). Krist-
jón er góður bóndi og atorkumaður. Kona hans er
Indíana Sveinsdóttir, af Sauðárkróki, bróður Hall-
gríms á Haukastöðum (N.E. 23). En móðir henn-
ar var Sólborg Pétursdóttir, systir þeirra Sigríðar