Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1932, Page 107
105
í allri framkomiu. Jóhann vinnur við bændaverzl-
unina í Árborg. Hann er giftur Þóru dóttur Sig-
urðar bónda á Víðir, Kristjónssonar, Finnssonar,
er getið verður í landnematali Víðihéraðs. Þorkell
vinnur að bifreiðaverzlun í Árborg. Gunnlaugur
býr í Engihlíð. Kona hans er Lilja Ruby, dóttir
Gísla bónda í Hléskógum. Börn þeirra er Haraldur
og Graoe. — Sólveig Ingibjörg er dóttir Steinþóru.
Hún er gift Donald M. Matheson lögmanni í York-
ton, Sask.
Landnemi, Lot S.S. 35.
Guðmundur Ásmundsson. — Faðir hans var
Ásmundur bóndi á Setbergi í Borgarfirði eystra,
Ásmndsson bónda á Hrollaugsstöðum í Hjaltastað-
arþinghá. Móðir Guðmundar var Elín Katrín Bene-
diktsdóttir, systir Gísla á Hofsströnd, föður Þórar-
ins landnema í Árdalsbygð, norður af Árborg (N.E.
36). Móðir Ásmundar Ásmundssonar var Ingveldur
Bjarnadóttir. — Kona Guðmundar var Ragnheiður,
dóttir Jóns Finnbogasonar, sem var mjög nafn-
kunnur bæði fyrir sína dulskygni, er margar sögur
fóru af, og sína læknisliæfileika, sem var honum
meðfædd gáfa, en ekki lærdómur. Móðir Ragnheið-
ar var Hildur Jónasdóttir, systir Magnúsar föður
Marteins' sveitarskrifara í Árborg. Börn þeirra
Guðmundar og Ragnheiðar eru: 1. Magnús, giftur
enskri konu, búa í Selkirk; 2. Elín, píanókennari,
gift enskum manni; 3. Gísli, féll í stríðinu mikla;
4. Ágúst, dó ungur. — Er þau hjón höfðu unnið
réttinn á landinu og búið þar nokkur ár, fluttu þau
þaðan til Selkirlt. Þar dó Guðmundur fyrir nokkr-
um áruni. En Ragnheiður giftist aftur Halldóri
Halldórssyni.
Jón Skúlason. — Hann er landnemi í Fljóts-
bygð (N. V. 31-22-4 E.). Þegar Guðmundur Ás-
mundsson flutti til Selkirk, keypti Jón landnáms-
jörð hans og flutti þangað. Þar heitir Fagrahlíð.
Faðir Jóns var Skúli bóndi á Stöpum á Vatnsnesi,