Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1932, Side 113
111
hjálpfús, veglynd og greiðvikin. Þau hafa eignast
þrjú hörn: Hermundur Valdimar er sonur þeirra,
en dætur eru Þórunn Guðrún og Valdína Steinunn.
Landnemi, N. E. 36.
Sigurður Friðfinnsson. — Faðir hans var F'rið-
finnur bóndi á Fjalli í Kolbeinsdal, Friðfinnsson
bónda í Skógargerði í Myrkárdal, Loftssonar bónda
á Grund í Eyjafirði, Guðmundssonar bónda á Ytri-
bakka, Loftssonar. Móðir Sigurðar var Una Benja-
mínsdóttir bónda í Kelduvík á Skaga, Sigurðssonar
(eldra) bónda í Keflavík, Sigurðssonar bónda s.
st., Hallgrímssonar hreppstjóra í Egg, (hins nafn-
kunna íþróttamanns), Halldórssonar lögréttumanns
og annálaritara á Seilu, Þorbergssonar sýslum. í
Hegranesþingi, Hrólfssonar sterka Bjarnasonar.
En móðir Friðfinns á Fjalli Friðfinnssonar var
Herdís, Jónsdóttir bónda í Skógum, Þorkelssonar
bónda í Naustum, ívarssonar í Yztagerði. — Kona
Sigurðar Friðfinnssonar var Kristrún, Pétursdóttir,
alsystir Jóns er land nam í Fljótsþh'ð (Lot S. S.
27) Þar er ætt þeirra systkyna rakin. Árið 1883
fluttu þau hjón til Vesturheims, — þá gift fyrir
fáum árum. Á þetta land settust þau litlu síðar
og nefndu Fagradal. Þau þóttu hafa verið mjög
merk hjón, vel metin og vinsæl. Fjóra sonu eign-
uðust þau, sem allir eru búendur Geysisbygðar.
Friðfinnur, Friðrik, Friðjón, Kristmundur Númi.
— Þau hjón eru bæði dáin. Kristrún lézt 12. des.
1923, 73 ára. En Sigurður lézt 27. janúar 1930,
84 ára.
Friðrik Sigurðsson, býr nú í Fagradal. Hann
er hinn mesti athafnamaður, áhugasamur og ötull
búmaður, drengskaparmaður er hann, hjálpfús og
greiðvikinn. Kona hans er Valgerður dóttir Jóns
Helga á Helgavatni, oÞrsteinssonar, bráðdugleg
kona fyrirhyggjusöm og manni sínum samhent við
búskapinn. Þau giftust 5. nóvember 1905. Silfur-
bráðkaup var þeim haldið 5. nóv. 1930. — Tólf