Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1932, Síða 115
Engimýrarhjón.
Eftir séra Jóhann Bjarnason.
Einn af hinum allra íslenzkustu bæjum hér
vestan hafs, er bærinn Riverton við íslendinga-
fljót, í Nýja íslandi. Stendur sá bær beggja megin
fljótsins, hér um bil þrjár mílur enskar frá Winni-
pegvatni. En vatn það, sem kunnugt er, er eitt
af stórvötnum Canada. Var áður talið um 300
mílpr á lengd, og er sumstaðar afar breitt. Við
nákvæmari mæling, er gerð var í seinni tíð, mun
vatnið ekki hafa reynst út af eins stórt og álitið
var, en er samt sem áður afar mikið, og hefir ver-
ið og er fádæma fiskisælt, af allskonar fiski, svo
mjög það, að það má óhætt teijast með hinum
allra mestu veiðivötnum í heimi.
Riverton-bær er bæði gamall bær og nýr.
Strax á landnámstíð myndaðist nokkurskonar þétt-
býli þar sem bærinn nú er. Færðist það þéttbýli
smátt og smátt í aukana, þar til 1915, að járn-
brautin var framlengd frá Gimli, eftir endilöngu
Nýja íslandi alla leið til Riverton. Tók bærinn þá
undir sig nokkurskonar stökk, oins og bæir venju-
lega gera, þegar járnbraut kemur, og varð fljót-
lega mikið til það sem liann er þann dag í dag, þó
eitthvað hafi raunar bæzt við af byggingum ár-
lega síðan.
Að mestu mun bærinn Riverton hafa bygzt
úr Möðruvallalandi og Grundar, landnámi þeirra
Sigtryggs Jónassonar og Jóhanns Briem, en þó að