Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1932, Side 125
123
kæmi heim. Sjálfum mér var það ljóst, að þetta ferðalag
hafði skilið eftir í huga mínum einhver óþægindi, sem ekki
voru strax af rokin. Eg gat engu um kent, og ómögu-
lega að gert, þó eg yrði um stundar sakir fyrir áhrifum
einhvers óvættis, sem hefir viljað láta æfi mína enda þarna
i Svínadalsárós, en æðri hönd tekið í taumana og um leið gaf
mér bending um, hve oft er skamt milli lífs og dauða. Líka
fanst mér óskiljanlegt, hvers eg átti að gjalda hjá þessu
\ óvætti — hefir víst þótt slægur í að fá mig í hópinn til
hátíðabrigðis fyrir hina áður burtkölluðu ósbúa.
Á þeim tímum ,og þó meir áður fyrr, hafði þessi
Svíndalsárós slæmt orð á sér fyrir einhverskonar reim-
leika — sem svo var kallað, og allmargir menn höfðu þar
drukknað á ýmsum tímum. Það þótti ekki vera sjálfrátt
þegar séra Jón, Auðkúlu-prestur, fórst í þessum áminsta
árós — sem er í Auðkúlu landareign — með reiðhesti
sínum, eins og segir i tiðavísum um það tilfelli, frá þeim
tíma. Læt eg hér fylgja eina vísuna, sem eg kann:
“Enginn vissi um afdrif hans,
utan hvað menn sáu,
að skaflaförin skeiðberans
á skör til heljar lágu.”
Mér þykir fyrir því, að eg eigi man nú fleiri af þess-
um vísum. Og ekki man eg heldur hvaða ár það var, að
séra Jón druknaði þarna í Svínadalsárós.
Swan River, Man., 8. des. 1931.
Manntal íslendinga í Winnipeg
í marzmánubi 1884.
I Giftir.............. 300
Ógiftar stúlkur..... 207
Ógiftir karlmenn • • • • 179
Börn fædd í Ameríku 53
w Verzlunarmenn......... 12
TrésmiSir............ 10
Járnsmiður................. 1
'Leifur’
Málarar.............. 3
Prentarar............ 4
SkósmiSir ■ • . ........ 3
Organleikarar ............ 4
Saumastúlkur .......... 12
Stúlkur innan 15 ára- ■ • 86
Piltar innan 15 ára • • • 85
Alls 959