Heimilisvinurinn - 01.05.1905, Blaðsíða 4
4
Ó, gef þeim finna gleði nú,
minn Guð, með þjer í sannri trú!
Og þeim, sem aldrei heyra hót
um heimsins dýrstu meina bót;
ó, gef í Jesú nafni nú
að nálgist þig í sannri trúl
Gef vorri þjóð þá vissu trú
að viljir, Drottinn, sifellt þú
oss taka’ á mót, ef viljum vjer
með veikum kröptum fylgja þjer.
---—«~<x>——
Sólargeislinn hans.
(Saga með myndum)
eptir Guðrúnu Lárusdóttur.
Hann var kominn um fimmtugt og hann mundi
ekki eptir, að hann hefði nokkurn tíma elskað
nokkra lifandi veru.
Móðir hans dó þegar hann var á fjórða árinu,
eptir það var honum komið til vandalausra. Faðir
hans var fátækur vinnumaður, sem haft hafði fullt
í fangi með að fleyta fram líflnu með fjölskyldu
sinni: konu og tveim börnum, Jóhanni og Solveigu,
— og þegar móðirin dó, kom hann börnunuin fyr-