Heimilisvinurinn - 01.05.1905, Blaðsíða 34
34
Á aðfangadagskvöld jóla var óvenjulega mikið
um dýrðir á heimili verzlunarstjórans.
Pað hafði verið boðið öllum fátækustu börn-
unum í kaupstaðnum til að sjá jólatrje, sem stóð
prýtt og alsett ljósum í beztu stofunni.
Hildur gamla hafði haft ærið að starfa fyrir þessi
jól. „Nú finn jeg það á mjer að það verða hjer
regluleg jól,“ tautaði hún, og það var líka reglulegur
jóla svipur á gömlu konunni, — hún elskaði jólin
frá því hún var barn.
Börnin voru komin, þau höfðu aldrei stigið fæti
sínum í þetta hús, og það var ekki laust við að
sum væru hálf einurðarlítil, þau voru feimin við
hann Jóhann verzlunarstjóra. — En hvernig stóð
á því að í kvöld var hann alit öðruvísi en hann
var vanur? „Komið þið sæl börn“, sagði hann, þeg-
ar hann kom inn, þar sem börnin sátu að kaffi-
drykkju, „verið þið öll hjartanlega velkomin i mín
hús“.
Kósa litla var heldur en ekki ánægð! Gleð-
in skein úr augum hennar og Ijek um varir henn-
ar, hún var orðin frísk aptur, og nú voru jólin kom-
in, og nú var allt svo bjarf og inndælt.
Jjjósin loguðu svo undur skært á stóra, fallega
jólatrjenu. Og nú tóku allir höndum saman og
sungu hver með öðrum:
„Heims um bó]“ o. s. frv.
„Gloðileg jól, börn!“ sagði verzlunarstjórinn,
þegar söngurinn var búinn, „núna er fæðingar