Heimilisvinurinn - 01.05.1905, Blaðsíða 5
5
ir sitt í hvorum staðnum og gat með þeim af
kaupi sínu.
Fyrstu árin eptir að Jóhann fór að heiman var
hann sitt hjá hverjum og siðar var bann 4 ár hjá
sama bónda. Hann átti að sitja yflr ánum á sumr-
in. Honum gekk það ekki illa, því hann var dug-
legur og hvatur til snúninga.
Hann rölti einn á eptir ánum sinum fram í
dalinn, þar dvaldi hann þangað til sólsett var út. á
hálsbrúninni, þá fór hann að hóa þeim saman og
halda heim.
Hann var ómannblendinn að upplagi, og fór
Því helzt sinna ferða, enda urðu fáir til að skipta
sjer af honum.
Helzta iöngun hans var að fá eitthvað að læra,
eitthvað, sem að gagni gæti komið í liflnu; en hvern-
'g átti hann, fátækur og umkomulítill drengur, að
geta það ? Æfistarf hans hlaut að vera þetta: að
gæta íjár og moka hús.
Það kom fyrir að hann felldi tár yfir ánum
sinum; þegar sólin signdi fjöllin rauðum geislum
sinum á kvöldin og allt var svo hljótt. og hátíðlegt
uinhverfis hann, þá vaknaði einhver þrá í huga
hans, hann langaði að komast eitthvað hærra, —
hærra, hann vantaði eitthvað, — líf hans, æskan
hans átti svo litla gleði, svo lítið af sólskini. Hann
þýddist svo fáa, og þó langaði hann opt, opt til að
geta fleygt sjer í faðm einhverjum vini, opnað unga
hjartað og trúað fyrir öllu, er þar bærðist inni, —