Heimilisvinurinn - 01.05.1905, Blaðsíða 20
20
þegar hann var á leiðinni til herbergja sinna. Hún
var í yflrhöfn með hatt á höfði.
„Hvað er þjer á höndum, barn? Því ertu
svona snemma á fótum?“ spurði Jóhann.
„Jeg ætlaði að biðja þig um nokkuð, frændi",
sagði hún feimin. — „Mig langar til að gefa henni
Önnu iitlu eitthvað í afmælisgjöf. Það er afmælið
hennar í dag, — og hún á enga fallega skó, —
víltu lofa mjer að gefa henni skó?“
Hún beið eptir svari. Hann hafði lagt hönd-
ina á lásinn og ætlaði inn, hann hafði nóg annað
að gjöra en standa yflr þessu.
„Prændi", sagði hún lágt, — „þeir kosta bara
4 krónur!"
„Það hefir ekkert að þýða. Pabbi hennar gef-
ur hénni skó“.
„Hann er nú fátækur, hann á líka svo inörg
börn, þau eiga svo ljóta skó öll. Anna segir, að
pabbi sinn geti ekki geflð þeim nýja skó strax. —
Frændi, viltu--------?“
„Blessuð vertu ekki að þessari vitleysu. Jeg gef
þjer enga peninga til þess. Heyrirðu það?“
Hann fór inn og skellti á eptir sjer hurðinni.
Ekki nema það þó að fara að biðja um peninga,
en hvað þessu barni getur komið til hugar ! Hann
að fara að gefa peninga, það hafði honum aldrei
dottið í hug! Hún var annars undarlega djörf
þetta barn. Á dögunum hafði hún kornið til hans
og spurt, hvort hún mætti gefa fátækum dreng að