Heimilisvinurinn - 01.05.1905, Blaðsíða 12
12
nærri búinn að gleyma því, að hann hefði nokkurn
tíma cát.t systur. Hann hafði heldur ekki sjeð hana,
síðan þau voru börn. Hann mundi óljóst eptir
henni, hún var ijóshærð, bláeyg, undur bliðleg á
svipinn, kát og sí-hlæjandi; þetta mundi hann.
Hann hafði frjett af honni fyrir mörguin árum,
þá var hún gipt trjesmið á Patreksfirði. Svo heyrði
hann eitthvað um að hann væri dáinn. Hann skrif-
aði systur sinni aldrei, og hún ekki honum, — þau
voru eiginlega dáin hvert öðru. Það fannst honum
að minnsta kosti.
Og nú í dag hafði hann fengið brjef frá þessari
systur sinni. Hann tók brjefið og las:
„Elsku bróðir minn!
Þótt langt sje síðan að við höfum sjezt, þá
vona jeg samt að þú inunir eptir henni „Yeigu“
systur þinni, sem þú varst svo góður við einu
sinni heima hjá foroldrum okkar. Jeg hefi ekki
annað að flýja en til þín, kæri bróðir. í*ú
ert eini maðurinn, sem jeg á að, eini maðurinn,
sem jeg treysti svo að jeg geti trúað fyrir einka
barninu mínu.
Jeg veit að það dregur nær dauða fyrir mjer,
jeg finn hvernig kraptarnir dvína með degi hverj-
um, jeg veit að jeg á ekki langt eptir, — en
það gjörir ekkert, jeg er reiðubúin sjálf; jeg er
þess fullviss að liann, sem dó fyrir okkur á kross-
inum, hafi afmáð allar minar svörtu syndir, og
hana tekur við mjer, þegar heim er komið, En,