Heimilisvinurinn - 01.05.1905, Blaðsíða 10
10
stund til lesturs og menntunar, átti enga kunningja
og skipti sjer ekkert um soll unga fólksins. Seinna
varð hann bókhaldari, og nú var hann orðinn vel-
megandi verzlunarstjóri.
Hvern skyldi hafa grunað að hann Jói litli kæm-
ist svona vel áfram ? Nú var hann orðinn ríkur og
mikils virtur.
Það var ekki margmennið í kring um hann.
Hann sat eirn í herbergjum sínum, þegar dagsstörf-
um var lokið, reykti pipu sína endilangur í legu-
bekknum eða las í bókum, sem hann hafði gnægð af.
Hann var ómannblendinn, en áreiðanlegur í öll-
um viðskiptum og strangur húsbóndi. — Hann hafði
lítil hlýindi reynt og sýndi þau heldur ekki neinum.
Þungur á svip og þegjandalegur gekk hann jafnan
leiðar sinnar, leit hvorki til hægri nje vinstri, lypti
ögn hattinum þegar honum var heilsað á förnum
vogi, annars leit út fyrir að hann sæi engan. Nei,
hann var ekki viðmóf.sþýður maður!
Sama sagði hún Hildur gamla, bústýran hans.
„Jeg get svarið fyrir að jeg hafi nokkurn tíma sjeð
hann brosa“, sagði hún, „í þessi 10 ár, sem jeg
hefi verið hjá honum, og hann hefir sjaldan sagt
nema já eða nei, hafi jeg yrt á hann“, og gamla
konan hristi höfuðið.
Og þó dauðleiddist lionum stundum: „Til hvers
er þetta lif? Að safna peningum, sem eptir minn
dag renna, ja, hver veit hvert? Lesa, reykja, sofa,
þorða, reiknq, — ■—? Er það tjlgangurinn!? Eng-