Heimilisvinurinn - 01.05.1905, Blaðsíða 29
29
Jóhann reis úr sæti sínu og fór að ganga um
gólf.
„Hættulega veik,“ tautaði hann, „lasin um
tima, — hum—hum.“ Hann hafði ekki tekið eptir
því fyr en læknirinn sagði honum það. ílann hafði
lítið tekið eptir því, hvað hún var fölleit og aum-
ingjaieg; opt hafði hún lagzt í legubekkinn
og hætt að leika sjer, jafnvel ekki skipt sjer aí
Rakka, sem var þó uppáhaldið hennar. Og nú
var hún lögzt í rúraið með óráði og ógurlegri hita-
sótt. fað voru nú liðnir tveir dagar síðan hún hafði
komið inn tii hans. Hvernig sem því vjek við, þá
voru þessir dagar svo óttalega lengi að liða. Sakn-
aði hann hennar? Saknaði hann glaðlega barns-
hlatursins og barnsrómsins blíða? Hann, sem aldrei
hafði haft skemmtun af börnunum!
Seinast þegar hún kom inn til hans, var hún
svo stillt og fálát. Hún hafði vei'ið að blaða í mynda-
hók og ekki talað orð, en allt í einu sagði hún:
»Frændi, heldurðu þjer leiddist nokkuð, þótt jeg yrði
veik?“ Svo leit hún á hann þessum inndælu barns-
augum.
„Því spyrðu að þessu, barn?“ hafði hann svarað.
„Af því mjer er hálf illt núna, frændi."
Hann leit á hana, já, hún var veikluleg, fölleit
°g tekin til augnanna.
„Jeg get dáið, frændi", sagði hún svo ofurhægt,
„eri þá fæ jeg að koma til hennar mömmu".
Það varð allt í einu svo tómt í hug hans og