Jólablað félagsins Stjarnan í austri. - 24.12.1920, Side 26

Jólablað félagsins Stjarnan í austri. - 24.12.1920, Side 26
að eins með einum hætti. Leiðin til bræðralags í trúarefnum er ekki nema ein og hún er sú, að sem flestir hugsandi menn komist í skilning um að grundvallar-atriði trúarbragðanna séu ein og hin sömu. Vér, sem tilheyrum »Stjörnunni í austri«, ættum því að reyna að gera alt, sem í voru valdi stendur til þess að glæða þennan skiln- ing. Vér ættum að gerast einskonar friðflytjendur meðal trúmann- anna. Vér ættum að reyna að sannfæra sem flesta samtíðarmenn vora um að þótt hinar andlegu hjarðir séu enn þá margar og dreifð- ar, þá sé hirðirinn einn og að hans sé von innan skamms. Og vér höf- um nokkra ástæðu til þess að vona, að það verði að minsta kosti einhverntíma í vissum skilningi ein hjörð, eins og það er einn hirðir, trúarleiðtoginn, meistarinn engla og manna, er kallaður hefir verið. En hvernig getum vér orðið fær um að glæða þennan skilning með samtíðarmönnum vorum og búið þá að þessu leyti undir komu trúarleiðtogans? Vér getum það með því að reyna að kynna oss hin ýmsu grundvallaratriði annara trúarbragða. Það kostar oss ef til vill nokkra áreynslu og fyrirhöfn, en hvað gerir það til, ef vér getum þannig orðið, þó í litlu sé, til þess að velta nokkrum ásteyt- ingarsteinum úr vegi samtíðarmanna vorra og komandi kynslóða? Því að ef oss auðnast að gera samtíðarmenn vora nokkuð víðsýnni, verða minni líkur til þess, að þeir hneykslist á meistaranum, þegar hann kemur, og tekur að flytja mönnum hinn heilaga bræðralags- boðskap sinn. Auðvitað getum vér gert ráð fyrir því, að ýmsum finnist sem svo, að vér getum haft annað þarfara verk með hönd- um, en að fræða menn um trúarhugmyndir fjarlægra þjóða, sem fljótt á litið, sýnast hafa farið alt aðrar leiðir í trúarefnum en vér, — hafa meira að segja gengið þær götur, sem oss hefir verið sagt, að lægju út í hin yztu myrkur. En vér megum helzt ekki víla fyrir oss að brjóta í bág við þær trúarskoðanir vorra tíma, sem sam- vizka vor segir oss og reynslan sýnir oss að eru rangar. V/ér þykj- umst vita, að trúarleiðtoginn kemur til þess að reka erindi sann- 24

x

Jólablað félagsins Stjarnan í austri.

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Jólablað félagsins Stjarnan í austri.
https://timarit.is/publication/439

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.