Jólablað félagsins Stjarnan í austri. - 24.12.1920, Qupperneq 45
að lærisveinum sínuni eða fylgismönnum. En það er þó talið víst, að
hann hafi átt við guð eða drottin allsherjar með þessum orðum:
»Til er, ó, lærisveinar mínir, það sem hefir ekki fæðst né tekið
nokkrum þroska. Ef það, ó, lærisveinar, væri ekki, það, sem er
ekki fætt, ekki tilorðið, ekki skapað og hefir ekki tekið nokkr-
um þroska, þá hefði ekki heldur þekst uppruni þess, sem er fætt,
til orðið, skapað og hefir tekið þroska. Sannlega segi eg yður, ó,
lærisveinar mínir, að það er til, sem hefir ekki fæðst, ekki orðið
til, ekki verið skapað né tekið þroska. Og þess vegna þekkist upp-
runi þess, sem hefir fæðst, orðið til, verið skapað og tekið þroska«.
Hins vegar trúa fylgismenn meistarans Gautama Búddha því, að
margir guðdómlegir fræðarar eða »Búddhar« hafi komið og eigi
meira að segja eftir að koma til jarðarinnar. Trú þessa reisa þeir
á ummælum, sem meistara þeirra eru eignuð í einu af hinuni við-
urkendu helgiritum þeirra. Eru þau á þessa leið:
»Hver á að fræða oss, þegar þú ert farinn?« spurði Ananda,
lærisveinninn, sem Búddha elskaði mest.
Hinn dýrðlegi svaraði og sagði:
»Eg er ekki hinn fyrsti Búddha, er koniið hefir til jarðarinnar,
og eg mun ekki heldur verða hinn síðasti. Annar Búddha mun
koma inn í heiminn, í fyllingu tímans, hann mun verða heilagur og
hafa öðlast hina æðstu upplýsingu. Hann verður gæddur lífspeki
og þekkir allan heiminn og verður óviðjafnanlegur leiðtogi, meist-
ari engla og manna.
Hann mun opinbera yður hin sömu sannindi, sem eg hefi kent
yður. Hann mun flytja yður sína trú, sem verður dýrðleg í byrjun,
dýrðleg þegar hún hefir náð hámarki sínu og dýrðleg þegar hún
hefir náð takmarkinu í hinu innra sem ytra.
Hann mun kenna mönnum að lifa hreinu trúarlífi og heilögu eins
og eg hefi kent yður. Og lærisveinar hans munu verða mörg þús-
und, þar sem mínir eru ekki nema mörg hundruð«.
43