Jólablað félagsins Stjarnan í austri. - 24.12.1920, Side 44

Jólablað félagsins Stjarnan í austri. - 24.12.1920, Side 44
ríkur, að þú skapaðir heiminn og gerðist faðir liins góða hjartalags«. í Zoroasterstrúnni átti hver sá maður, er vildi ganga á vegum guðs, að skipa sér undir merki lífsins og vinna gegn dauðanum og valdi hins illa. Guð var skapari, vörður og verndari lífsins og hin fullkomnasta guðstignun var fólgin í því að efla lífið og hið góða, eins og sést á eftirfarandi ummælum úr ritningu Zoroasterstrúar- manna, Zend-Avestu: »Skapari heimsins og höfundur lífsins, hvar er jörðin sælust?« »]örðin er sælust«, svarar Ahúra Mazda, »þar sem hinn réttláti maður [reisir sér bústað, hefir arin og nautgripi, konu og börn og velgengnin á heima; og þar sem kornið er ræktað, grasið og ávaxt- arviðirnir og þar sem veitt er á harðvelli og votlendið er þurkað«. Og á öðrum stað segir: »Skapari heimsins og höfundur lífsins, hvernig má helzt efla Mazda-trúna?« »Með því«, svarar Ahúra Mazda, »að kosta kapps um að sá korni. Því að sá maður, sem sáir korni, sáir röð og reglu lífsins og eflir Mazda-trúna með stæltum kröftum hundrað karlmanna, með nærandi þrótti þúsund kvenna og áhrifamagni tíu þúsund fórna». Sú er ein af gæzku-ráðstöfunum guðs, segja Zoroasters-trúar- nienn, að hann sendir mannkyninu fræðara eða frelsara, þegar hann sér, að því er sérstaklega þörf á andlegri viðreisn. Zoroaster var einn slíkur fræðari, en var samt ekki nema fyrirrennari frels- arans, Saoshýants, sem á að koma að austan í fyllingu tímans til þess að stofna guðs ríki við hin miklu aldarhvörf. Og þess vegna festir nú vonin um komu niannkynsfræðarans víða rætur í brjóst- um Parsa, sem eru nú aðalfylgismenn hinnar fornu Zoroasterstrúar. Með Búddhatrúarmönnum. Trúarleiðtoginn Búddha hélt ekki neinni sérstakri guðshugmynd 42

x

Jólablað félagsins Stjarnan í austri.

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Jólablað félagsins Stjarnan í austri.
https://timarit.is/publication/439

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.