Jólablað félagsins Stjarnan í austri. - 24.12.1920, Blaðsíða 92
gætu tilheyrt söfnuði guðs, eru einskisverðir. Það skiftir engu hverju
menn» trúa, svo framarlega sem þeir breyta eins og þeim ber að
breyta. Eg álít, að vér getum naumast gert ráð fyrir því, að kirkj-
an, sem heild, geti kannast við hann, er hann kemur. Þess vegna
má og alveg eins gera ráð fyrir því, að margir kirkjusinnar muni
rísa gegn honum. Það er líka til spádómur um það, að á hinum
síðustu tímum muni koma fram »falskristar« og þess vegna munu
menn segja, að hann sé einn af þeim. Aftur á móti munu líka aðr-
ir vilja sjá, hverju fram vindur og hugsa sem svo: Ef kenning hans
er af guði, þá verður hún ekki yfirbuguð, en ef hún er það ekki,
þá verður hún brátt að engu. Og vér getum sannarlega ekki láð
þeim, þótt þeir vilji fara hægt og gætilega, þar sem þeir eru ekki
gæddir svo mikilli innsæisgáfu, að þeir fái þekt hann; en þeir verða
vafalaust nokkrir, sem rísa gegn honum í hans eigin nafni.
Þýtt hefir S. Kr. P.
90