Jólablað félagsins Stjarnan í austri. - 24.12.1920, Blaðsíða 29
sviðum að því að undirbúa komu trúarleiðtogans. Hið gamla er
víða á förum og alt er að verða nýtt. Sætt og bræðralag á að
skipa sæti, þar sem úlfúð og hatur hafa ríkt. Skilningur og um-
burðarlyndi á að koma í stað tortrygni og ofstækis. Leggjum því
hönd á plóginn og kynokum oss ekki við að eiga nokkuð á hættu,
þegar vér vitum að vér vinnum fyrir framtíðina. Næsti trúarleið-
toginn og komandi kynslóðir eiga að uppskera af því friðarsæði,
sem vér sáum í nafni sannleikans og bræðralagsins.
Guðshugmyndin.
Verndavdísin.
Mannkynið hefir átt verndardís. Hún hefir fylgt því öld eftir öld
og árþúsund eftir árþúsund og hún fylgir því enn í dag. Hún hefir
leitt það gegnum þrautir þess og þjáningar, styrkt það, þegar það
hefir ætlað að örmagnast í hinni hlífðarlausu baráttu fyrir tilver-
unni, huggað það í hörmum þess og haldið kyndli vonarinnar á
Iofti og lýst því í myrkri vannráttar og vanþekkingar á hinni löngu
framsóknarleið þess.
V/erndardís þessi er guðshugmyndin. Hugmyndin um guð hefir,
að kalla má, verið þungamiðja allra trúarbragða, sem sögur fara af.
Flestir trúarbragðahöfundar hafa lagt sérstaka rækt við að glæða
hana með ýmsum hætti meðal fylgismanna sinna og gera hana sem
fullkomnasta. Það er eins og þeim hafi flestum verið það ljóst, að
hugmyndin um drottin allsherjar sé mönnum eins nauðsynleg og
hið daglega brauð. Og reynslan hefir sýnt, að hún er þeim í raun-
inni samband við hann, að sínu leyti eins og rótin er samband jurt-
27