Jólablað félagsins Stjarnan í austri. - 24.12.1920, Page 60

Jólablað félagsins Stjarnan í austri. - 24.12.1920, Page 60
kristninnar af nýju. Og alt fram á vora daga hafa þeir lítið hlotið annað frá leiðtogum kirkjunnar í flestum löndum en óvirðing, ámæli og hrakyrði. Og þó getum vér, sem höfum fyrir ítarlegar rannsóknir og vand- lega íhugun margra ára gengið úr skugga um þetta, ekki annað en haldið áfram að bera sannleikanum vitni og hrópað til leiðtoga kirkjunnar: Komið aftur að hinni fyrstu uppsprettu kristindómsins! Allar náðargáfur postulatímabilsins eru enn til með mannkyninu. Enn munu þær færa kristnum mönnum sömu blessun sem forðum. Þær bera flestar eða allar vott um áhrif og afskifti af oss úr ósýnilegum heimi. Þær sanna oss framhaldslífið eftir dauðann. Þær draga úr hrygð mannanna; þær veita dýrlega huggun. Fyrir þær fræðumst vér um æðri tilveru, um líf vort, er yfir um kemur; um afskifti framliðinna manna af oss — bæði góð áhrif og eftirsóknar- verð, og eins hin, sem ber að varast. Og fyrir þær öðlumst vér mjög mikilsverðar leiðbeiningar um það, hvernig vér eigum að haga lífi voru hin jarðnesku ár. Einnig í því efni verður fræðslan, sem fyrir þær fæst, lík fræðslu frumkristninnar. Og þá er eg kominn að síðara atriðinu í verkunum andans. Páll talar líka um það. Það eru hin hreinsandi og helgandi áhrif á hugarfar og líferni manna. Skírnin var í upphafi heilög vígsla, fram- kvæmd í nafni Krists. Inn undir hans áhrif voru menn vígðir og fyrir áhrifum hans anda áttu menn að verða. Páll trúði því, að máttug hjálp væri fáanleg til lífernisbetrunar fyrir verkanir heilags anda, fyrir aðstoð að ofan, ef vér hefðum vit á að haga lífi voru þannig og koma hug vorum eða sál í það ástand, að vér gætum veitt þeim áhrifum viðtöku. I raun og veru hefir trúin á þá hjálp og þær verkanir andans aldrei dáið út í kirkjunni. En sú tegund 58

x

Jólablað félagsins Stjarnan í austri.

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Jólablað félagsins Stjarnan í austri.
https://timarit.is/publication/439

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.