Jólablað félagsins Stjarnan í austri. - 24.12.1920, Page 52

Jólablað félagsins Stjarnan í austri. - 24.12.1920, Page 52
Annar jóladagur. (Stefán frumvottur). fOF sé þér, Guð, fyrir gleðileg jól, — geislann af dýrðinni þinni. Himneska birtan er sálnanna sól — sólblæinn hjörtu vor finni! Vaxi þar dýrðlegur vorgróður nýr. Vakni alt gott, sem í manni býr! Lof sé þér, Guð, fyrir ljósið þitt bjart ljómann af Betlehemsvöllum. Eina stund verður þó umhverfið svart albjart frá kotum og höllum. Bregðum því ljósi á heimsins hag, — hugleiðum ástandið nú í dag! Enn ríkir vanþekking voða dimm víða í stundlegum efnum. Enn deyðir ofstækin geigvæn og grimm * gullkorn í andlegum stefnum. Enn eru spámenn, sem Guð oss gaf, grýttir, — og marghraktir velli af. 50

x

Jólablað félagsins Stjarnan í austri.

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Jólablað félagsins Stjarnan í austri.
https://timarit.is/publication/439

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.