Jólablað félagsins Stjarnan í austri. - 24.12.1920, Page 78

Jólablað félagsins Stjarnan í austri. - 24.12.1920, Page 78
oss lærast að gera greinarmun á hinu ævarandi og hinu skamm- vinna, á hinum raunverulega heimi og þeirri veröld, sem hefir ekki annað né meira en tál á boðstólum, — jafnvel þótt henni takist oft að tæla og blekkja hugi manna og hjörtu. Og vér verðum að láta oss lærast að gera greinarmun á hinu guðdómlega eðli hjá þeim körlum og konum, sern vér kunnum að mæta á lífsleiðinni og ástríðum þeirra, fávizku og yfirsjónum, sem eru að eins í hinu ytra. Vér verðum að leitast við að koma fyrst og fremst auga á hið bezta, sem er til í fari þeirra, í stað þess að skima eftir hinu versta. Vér verðum að reyna að sjá og finna, að alt, sem er bezt í fari þeirra, er nákvæmlega sama eðlis og það, sem er bezt í fari voru. Með því móti getum vér líka orðið til þess að veita þeim andlega hjálp, í stað þess að magna hið illa í fari þeirra, með því að láta hatursmengaðar hugsanir vorar dvelja við það. Slíkt yrði að eins til þess að gera þeim erfiðara fyrir að losna við það. Þetta er fyrsti eðliskosturinn, sem maðurinn verður að tileinka sér eða innræta á reynsluskeiðinu. 2. Lausn frá girndum. Annar eðliskosturinn er lausn frá girndum. Allar hinar venjulegu eftirlanganir vorar, sem eru oft helzt til áberandi í lífi voru, og breytast sí og æ eftir því, hvers konar geðblær líður inn yfir huga vorn í þann og þann svipinn, verða að breytast og renna saman í eina einustu þrá: að verða í fullkomnu samræmi við hinn guðdónilega vilja. Allar hugsanir vorar og dutlungar, samúðartilfinningar og óbeit, — hlutir, sem standa ekki á stöðugu í fari voru, verða að lúta vilja vorum. Þó megum vér varast að beita nokkurri kúgun eða grimd við þessar tilhneig- ingar vorar eða uppræta þær, heldur að eins breyta þeim í æðri tilhneigingategundir með tilstyrk og atbeina hinnar andlegu efna- breytingafræði, er fær breytt hinu óæðra í hið æðra. Það mætti til dæmis benda á venjulega ást. Hún hefir alloftast mikið í sér fólgið, sem er miður æskilegt og er alið af breyzkleika manna og 76

x

Jólablað félagsins Stjarnan í austri.

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Jólablað félagsins Stjarnan í austri.
https://timarit.is/publication/439

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.