Jólablað félagsins Stjarnan í austri. - 24.12.1920, Blaðsíða 78

Jólablað félagsins Stjarnan í austri. - 24.12.1920, Blaðsíða 78
oss lærast að gera greinarmun á hinu ævarandi og hinu skamm- vinna, á hinum raunverulega heimi og þeirri veröld, sem hefir ekki annað né meira en tál á boðstólum, — jafnvel þótt henni takist oft að tæla og blekkja hugi manna og hjörtu. Og vér verðum að láta oss lærast að gera greinarmun á hinu guðdómlega eðli hjá þeim körlum og konum, sern vér kunnum að mæta á lífsleiðinni og ástríðum þeirra, fávizku og yfirsjónum, sem eru að eins í hinu ytra. Vér verðum að leitast við að koma fyrst og fremst auga á hið bezta, sem er til í fari þeirra, í stað þess að skima eftir hinu versta. Vér verðum að reyna að sjá og finna, að alt, sem er bezt í fari þeirra, er nákvæmlega sama eðlis og það, sem er bezt í fari voru. Með því móti getum vér líka orðið til þess að veita þeim andlega hjálp, í stað þess að magna hið illa í fari þeirra, með því að láta hatursmengaðar hugsanir vorar dvelja við það. Slíkt yrði að eins til þess að gera þeim erfiðara fyrir að losna við það. Þetta er fyrsti eðliskosturinn, sem maðurinn verður að tileinka sér eða innræta á reynsluskeiðinu. 2. Lausn frá girndum. Annar eðliskosturinn er lausn frá girndum. Allar hinar venjulegu eftirlanganir vorar, sem eru oft helzt til áberandi í lífi voru, og breytast sí og æ eftir því, hvers konar geðblær líður inn yfir huga vorn í þann og þann svipinn, verða að breytast og renna saman í eina einustu þrá: að verða í fullkomnu samræmi við hinn guðdónilega vilja. Allar hugsanir vorar og dutlungar, samúðartilfinningar og óbeit, — hlutir, sem standa ekki á stöðugu í fari voru, verða að lúta vilja vorum. Þó megum vér varast að beita nokkurri kúgun eða grimd við þessar tilhneig- ingar vorar eða uppræta þær, heldur að eins breyta þeim í æðri tilhneigingategundir með tilstyrk og atbeina hinnar andlegu efna- breytingafræði, er fær breytt hinu óæðra í hið æðra. Það mætti til dæmis benda á venjulega ást. Hún hefir alloftast mikið í sér fólgið, sem er miður æskilegt og er alið af breyzkleika manna og 76
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Jólablað félagsins Stjarnan í austri.

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Jólablað félagsins Stjarnan í austri.
https://timarit.is/publication/439

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.