Jólablað félagsins Stjarnan í austri. - 24.12.1920, Side 68

Jólablað félagsins Stjarnan í austri. - 24.12.1920, Side 68
sér kveða og eru jafnan í hávegum hafðir af samtíðarmönnum sín- um. En þessi mikilmenni, sem eg vil nú minnast á, bera af öllum öðrum sökum vizku sinnar og ástsældar. Það er eftirtektarvert, að jafnvel þótt til dæmis einhver hershöfð- inginn hafi getið sér mikinn orðstír og góðan og rist nafn sitt rúnum lofs og frægðar á skjöld samtíðar sinnar, og þjóð hans hafi hafið hann upp til skýjanna, þá fellur heiti hans samt sem áður ótrúlega fljótt í gleymsku og frægð hans líður mönnuni úr minni. En af heiti hinna stafar ljómi öld eftir öld. Hver hirðir nú t. d. um heiti hershöfðingja þeirra, er stýrðu hinum óvíga her Xerxesar konungs, er hann fór herför sína til Grikklands? Og hjá hverjum skyldi elskutilfinningar gera vart við sig, er nefnt er nafn Ágúst- usar, hins mikla keisara Rómverja? Nú hirðir enginn maður um þessa hershöfðingja og Ágústus er að eins mannsnafn í sögu mannkynsins, mannsnafn, sem enginn ber nokkra elsku til. Hins vegar eru önnur heiti t. d. Krishna, Búddha og Kristur, sem eru sem lýsandi stjörnur meðal þeirra heita, er menn hafa borið á liðn- um öldum. Elska niannanna umlykur þau og hugir þeirra lúta þeim í lotningu. Dýrðarljóminn, sem stafar af þeim, vex með hverri öld, því að elska mannanna og lotning endurkastar á þau nýjum og nýjum geislum. Til þessara manna, — hinna miklu fræðara mann- kynsins, er samtíðin hefir jafnan hafnað og fyrirlitið — teljast þeir menn, er eiga mest ítök í hjörtum manna og hafa getið sér ódauð- legan orðstír og jafnframt hlotið það vald yfir hugum manna, sem æ vex eftir því sem aldir líða. En hvað er það, sem gerir þessa menn frábrugðna öllum öðr- um mönnum? Hvað er það, sem gerir þá alveg ógleymanlega í sögu mannkynsins? Það er máttur sá, sem fólginn er í hinni and- legu þekkingu þeirra. Það er heilagleiki þeirra og kraftur þess kærleika, sem þeir hafa til að bera. Þeir eru fræðarar mannkyns- ins, menn sem eru skoðaðir sem meistarar og menn bera einlæga 66

x

Jólablað félagsins Stjarnan í austri.

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Jólablað félagsins Stjarnan í austri.
https://timarit.is/publication/439

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.