Jólablað félagsins Stjarnan í austri. - 24.12.1920, Side 54

Jólablað félagsins Stjarnan í austri. - 24.12.1920, Side 54
 @ 11 1® @1 @ H @1 ® Verkanir andans. Prédikun á hvítasunnudag 1920. Eftir prófessor Harald Níelsson. @ H Vb En svo bav við, meðan Apollós var í Korintu, að Páll fór um upplöndin og kom til Efesus. Hitti hann þar fyrir nokkura lærisveina, og hann sagði við þá: Fenguð þér heilagan anda, er þér fókuð trú? En þeir sögðu við hann: Nei, vér höfum eigi svo mikið sem heyrt, að heilagur andi sé til. Og hann sagði: Upp á hvað e.ruð þér þá skírðir? En þeir sögðu: Upp á skírn Jóhannesar. En Pall sagði: Jóhannes skírði iðrunarskírn, er hann sagði lýðnum að trúa á þann, sem eftir sig kæmi, það \er að segja á Jesú. En er þeir höfðu heyrt það, þá létu þeir skírast til nafns drottins Jesú. Og er Páll hafði lagt hendur yfir þá, kom heilagur andi yfir þá, og þeir töluðu tungum og spáðu. — Post. 19, 1—6. l—IVERT stálpað barn meðal vor getur svarað þeirri spurning, * * * til minningar um hvað vér kristnir menn höldum hvítasunnu- hátíð. 011 læra þau frásögu ritningarinnar um sending heilags anda. En ef fara ætti frekar út í það, hvernig bæri að skilja þann atburð eða láta gera grein fyrir, í hverju gjöf andans sé fólgin, þá mundi koma hik á fleiri en börnin, sem komin eru á fermingaraldur. Það mundi koma hik á mörg af oss líka. Ef vér viljum vera hreinskilnir, þá verðum vér að játa, að fátt í kenningum kirkjunnur er óljósara og óhandsamanlegra en hugmyndirnar um heilagan anda. Eða mundi yður ekki veitast örðugt að svara, ef lögð væri fyrir yður sama spurningin og þessa lærisveina í Efesus? Eg veit að vísu, að margir 52

x

Jólablað félagsins Stjarnan í austri.

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Jólablað félagsins Stjarnan í austri.
https://timarit.is/publication/439

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.