Jólablað félagsins Stjarnan í austri. - 24.12.1920, Blaðsíða 81

Jólablað félagsins Stjarnan í austri. - 24.12.1920, Blaðsíða 81
yður upp í hendurnar það skapandi afl, sem þér getið haft til þess að efla og styrkja yðar innri mann. Stjórnin á huganum er alveg óniissandi. Þar næst verðið þér að hafa stjórn á líkama yðar eða með öðrum orðum: hafa stjórn á orðum yðar og gerð- um. Margvíslegt böl hefir leitt af því, að menn hafa ekki haft taumhald á tungu sinni, hafa vanið sig á hugsunarlaust mas og málæði og haft oft og einatt meiri eða minni þvætting, hver eftir öðrum. Hversu oft þykjast menn hafa hitt eða þetta að segja í fréttum, jafnvel þótt þeir viti í rauninni ekki, hvort nokkur fótur er 'fyrir því. Og þá er stundum ekki verið að hugsa um, þótt það kunni að vera illkvitnislegt í annara manna garð, eða einhverjum fremur til hnjóðs en hróðurs. Eitt af hinum andlegu lífsskilyrðum þess manns, sem leggur inn á veginn, er það að honum auðnist að hafa taumhald á tungu sinni. Ekkert særandi orð, ekkert stygðar- yrði, ekkert gáleysishjal né reiðiyrði má þeim manni líða af vör- um, sem hefir helgað sig þjónustunni. Hann rná aldrei reyna til að svala sér á óvinum sínum í orðum. Því að sú hugsun, sem særir af ásettu ráði á ekki heima í ríki kærleikans. Þegar maðurinn hefir öðlast stjórn á huga sínum og líkama, verður hann að kosta kapps um að tileinka sér hina hæfileikana, sem eftir eru. Þeir eru honum allir nauðsynlegir til þess, að hann geti gengið veginn. Fyrst er þolgæðið, þessi öflugi eðliskostur, sem gerir menn færa um að mæta hverjum erfiðleikanum á fætur öðr- um, standa gegn kjarkleysinu og mögla ekki þó á móti kunni að blása. Hver sá niaður, sem vill ganga veginn á enda, verður að hafa þolgæði, þennan mikla hetjukost, til brunns að bera. Þá er og umburðarlyndi mönnum nauðsynlegt. Það má þó ekki vera sú tegund umburðarlyndisins, sem felur í sér lítilsvirðingu og kemur mönnum stundum til að hugsa eitthvað á þessa leið, þegar um skiftar skoðanir er að ræða: »Eg hefi á réttu að standa, en þið megið sannarlega vaða áfram í villu og svima fyrir mér, ef ykkur lystir. 79
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Jólablað félagsins Stjarnan í austri.

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Jólablað félagsins Stjarnan í austri.
https://timarit.is/publication/439

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.