Jólablað félagsins Stjarnan í austri. - 24.12.1920, Side 81

Jólablað félagsins Stjarnan í austri. - 24.12.1920, Side 81
yður upp í hendurnar það skapandi afl, sem þér getið haft til þess að efla og styrkja yðar innri mann. Stjórnin á huganum er alveg óniissandi. Þar næst verðið þér að hafa stjórn á líkama yðar eða með öðrum orðum: hafa stjórn á orðum yðar og gerð- um. Margvíslegt böl hefir leitt af því, að menn hafa ekki haft taumhald á tungu sinni, hafa vanið sig á hugsunarlaust mas og málæði og haft oft og einatt meiri eða minni þvætting, hver eftir öðrum. Hversu oft þykjast menn hafa hitt eða þetta að segja í fréttum, jafnvel þótt þeir viti í rauninni ekki, hvort nokkur fótur er 'fyrir því. Og þá er stundum ekki verið að hugsa um, þótt það kunni að vera illkvitnislegt í annara manna garð, eða einhverjum fremur til hnjóðs en hróðurs. Eitt af hinum andlegu lífsskilyrðum þess manns, sem leggur inn á veginn, er það að honum auðnist að hafa taumhald á tungu sinni. Ekkert særandi orð, ekkert stygðar- yrði, ekkert gáleysishjal né reiðiyrði má þeim manni líða af vör- um, sem hefir helgað sig þjónustunni. Hann rná aldrei reyna til að svala sér á óvinum sínum í orðum. Því að sú hugsun, sem særir af ásettu ráði á ekki heima í ríki kærleikans. Þegar maðurinn hefir öðlast stjórn á huga sínum og líkama, verður hann að kosta kapps um að tileinka sér hina hæfileikana, sem eftir eru. Þeir eru honum allir nauðsynlegir til þess, að hann geti gengið veginn. Fyrst er þolgæðið, þessi öflugi eðliskostur, sem gerir menn færa um að mæta hverjum erfiðleikanum á fætur öðr- um, standa gegn kjarkleysinu og mögla ekki þó á móti kunni að blása. Hver sá niaður, sem vill ganga veginn á enda, verður að hafa þolgæði, þennan mikla hetjukost, til brunns að bera. Þá er og umburðarlyndi mönnum nauðsynlegt. Það má þó ekki vera sú tegund umburðarlyndisins, sem felur í sér lítilsvirðingu og kemur mönnum stundum til að hugsa eitthvað á þessa leið, þegar um skiftar skoðanir er að ræða: »Eg hefi á réttu að standa, en þið megið sannarlega vaða áfram í villu og svima fyrir mér, ef ykkur lystir. 79

x

Jólablað félagsins Stjarnan í austri.

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Jólablað félagsins Stjarnan í austri.
https://timarit.is/publication/439

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.