Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1919, Side 4

Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1919, Side 4
162 Hans Aanrud: [IÐUNN sigurverkið í henni með stóru steinlóðunum niður úr væri að búta í sundur þögnina og myrkrið í smábúta, er væru nákvæmlega jafn-langir. Svo tók alt í einu að rymja í klukkunni. Hún fór að slá sex þung slög. Glóðin smákulnaði út í hlóðunum. þá var bæjardyrahurðinni skelt að nýju og skömmu síðar heyrðist þungt og silalegt fótatak. Buldi þá í byttum og skjólum, sem einhver var að setja frá sér úti i göngunum. Nú opnaðist stofuhurðin og inn komu hjónin • hjáleigunni. Rasmus gamli, gráhærður og hokinn, lítið eitt á undan, en Katrín, nokkuð yngri, en þo lágvaxin og veilduleg, á eftir. Rasmus gekk að hlóðunum; en Katrín staldraði lítið eitt við frammi við dyrnar og sagði í undar- lega lágum og skelfdum rómi: — Heyrðu, maður! Svei mér ef mér heyrðist ekki marra í snjónum, rétt eins og einhver gengi hérna fyrir húshornið. — Rasmus tók upp fang af hrísi, sem lá fyrir framan hlóðin, og íleygði því á eldinn. — Æ, það brakar svona og brestur í hússkriflinu undan frostinu. Hann er svo fjári napur í kvöld. — — Nei, þetta eru ekki kuldabrestir, — sagði Ka- trín. — Ég ætti nú að þekkja það. — — Þú mátt þó vita, að það muni ekki vera margir á ferð svona sjálft aðfangadagskvöldið. Og hvað ætli það þá að vera annað? — — Nei, hvað ætli það geti verið annað? — Hún þagði nokkra stund og gekk svo inn að hlóðunum. — Æ, ég varð svo hrædd! Þetta var nú samt sem áður eilthvað skrítið. — Rasmus sneri sér við og gerði sig líklegan til að ganga; út. — Hvað ætlarðu? — sagði Katrín.

x

Iðunn : nýr flokkur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.