Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1919, Page 6

Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1919, Page 6
164 Hans Aanrud: l iðunn og skaraði eldinn við og við, á meðan hún beið eftir því, að syði í pottinum. Alt í einu leit hún til Rasmuss; en hann sat nú aftur eins og agndofa og liorfði inn í eldinn. Hann tók eftir þessu, og honum varð órótt undir hinu rannsakandi augnaráði konu sinnar. Loks stóð hann upp og tók að ganga um gólf. Hvorugt þeirra mælti orð frá munni og þögnin tók að verða þeim óþægileg. Rasmus fór að horfa út um gluggann og til þess að segja eitthvað, mælti hann: — Hann er skafheiðríkur í kvöld og skrambi kaldur. — — Já, það er fjarska kall í kvöld — sagði Katrín. Pá varð aftur þögn. Það sauð nú í pottinum. Katrín kastaði út á og fór að búa lil jólagrautinn. En Rasmus gekk nú eirðarlaus fram og aftur um gólfið. I3ví næst varð honum að orði: ■— Það er eitthvað svo undarlegt hér í kvöld, rétt eins og hér væri einhver gestkomandi. — — Æ, hvað ertu að segja maður? — — Ja, ég heíi ekki frið í mínum heinum. — — Kannske þér yrði eittlivað hughægra, ef þu vildir — — — Eg vil ekkert. — Ratrín var farin að bera á borð. Hún breiddi dúk á horðið, lét á það tvo látúnsstjaka með kongaljós- um i, en kveikti ekki á þeim. Því næst bar hún diska á borð. Rasmus nam staðar og spurði hálf-undrandi: — Því berðu á borð fyrir þrjá? Ég veit ekki betur en að við séum tvö. — Kalrín svaraði: — Eg veit það. En — það er eitthvað svo undar- legt hér í kvöld. Og svo datt mér líka í hug gamall siður, sem tíðkaðist heima í mínu ungdæmi. I5á var

x

Iðunn : nýr flokkur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.