Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1919, Side 7

Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1919, Side 7
IÐUNNl Jólagestir. 165 altaf hafður einn diskur umfram aðfangadagskvöldið. í5að vildi hafa ósjnilegan gest til borðs gamla fólkið. — Hm! — — Og svo hélt ég nú raunar líka, að það væri holt fyrir okkur gamlar einmana manneskjurnar að fara nú að hugsa eitthvað meira um hann. — Röddin bilaði hana og hún fór að kjökra: — Nú er langt síðan við höfum verið ein um jólin, Rasmus. — Hann var orðinn eitthvað viðkvæmari í röddinni, er hann svaraði: — Já, það er langt síðan, — tuttugu og eitt ár. — En ■ svo rann aftur hörkublær á röddina: — Þú hefir nú líklegast farið nærri um, að ég hefi ekki verið að hugsa um annað í alt kvöld. En þetta er nú einu sinni lilulskifti okkar fátæklinganna að verða ein- mana og yfirgefm á gamalsaldri. — Nú glaðnaði yfir Katrínu: — En heldurðu ekki, að okkur liði betur, ef við töluðum um börnin okkar við og við? — — Ég veit nú ekki, hvað slíkt mas ætti að þýða. Wu kæra sig hvort sein er ekkert um okkur. Það eru nú t. d. tvö ár síðan Olafur skrifaði okkur frá Arneríku. Og — af Ragnhildi höfum við ekkert frétt, síðan hún komst í dýrðina þarna i borginni. — — Já, en þú varst nú líka svo strangur við hana, sagðist ekki vilja vita af henni framar; og ég sem hefi varla mátt nefna hana á nafn síðan. — . — Finst þér þá, að hún hafi átt annað skilið? — Ég sem næstum grátbændi hana um að vera nú ky rra heima. — — Já, en fanst þér ])að vera svo ákjósanlegt, eins °g það var orðið upp á síðkastið? — Farna genguð þið dögunum saman og lituð ekki hvort á annað. kjg táraðist oft yfir því, þegar livorugt ykkar sá. — '— Já, en það var nú eftir að þessar ferðagrillur

x

Iðunn : nýr flokkur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.