Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1919, Page 11

Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1919, Page 11
Þrjú kvæði. Eftir Davið Stefánsson frá Fagraskógi. Krummi. Krummi gamli er svartur og krummi er fuglinn minn. Krunkið eru söngvar hans um sólina og himininn. Krunk, krunk, krá. Svívirtu ekki söngva þá, er svörtum brjóstum koma frá, því sólelsk hjörtu í sumum slá þó svörtum fjöðrum tjaldi, svörtum fjöðrum í sólskininu tjaldi. Krunk, krunk, krá. Sumum hvíla þau álög á aldrei fögrum tón að ná, þó að þeir eigi enga þrá aðra en þá, að syngja, fijúga eins og svanirnir og syngja. Krunk, krunk, krá. Fegri tóna hann ekki á, og aldrei mun hann fegri ná. í kuflinum svarta hann krunka má, unz krumma hjartað brestur, krumma hjartað kvalið af löngun brestur.

x

Iðunn : nýr flokkur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.