Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1919, Page 12

Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1919, Page 12
170 Davíð Stefánsson: [ iðun'N Krummi gamli er svartur og krummi er fuglinn minn. Krunkið eru söngvar hans um sólina og himininn. Er árin færast yfir — Naar Solen dog skal slukkes, hvorfor tændes den? Thor Lange. Er árin færast yfir, vaxa sviði og sár. Með hverri nótt, sem nálgast, falla fleiri tár. — Því lifa sumir lengur en í hundrað ár? Ef gleði og gæfa hverfa, eins og sól í sjá, og barnið, sem að brosti, gráta í myrkri má, — því fæðist þá í sálum manna sólskinsþrá? Ef hamingjan er hégómi og trygðin tál, og óláns eitri blönduð hver brúðarskál, — því þráir hjarta hjarta og sála sál? Ef höllin hrynur eftir nokkur andartök og vinur leiðir vin í dauðans djúpu vök, — því á þá ekki sorgin líka Ragnarök? Sviðinn vex og hrygðin við hvert hjartaslag, og sorgin rennur saman við hvert Ijúflingslag. — því fæðast menn og deyja ei sama sólskinsdag? Abba-labba-lá. Hún hét Abba-labba-lá. Hún var svört á brún og brá, og átti kofa í skóginum,

x

Iðunn : nýr flokkur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.