Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1919, Side 22

Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1919, Side 22
180 Vopnahlé. | IÐUNN Einni mínútu fyrir 11 hefði dauðinn verið hárviss hverjum þeim, er rekið hefði höfuðið upp fyrir skot- grafagarðana. En einni mínútu yfir 11 úði og grúði öll sléttan af æpandi hermönnum úr herbúðum beggja. Og fáum mínútum síðar voru Þjóðverjar og Ameríkumenn lcomnir hver innan um annan á þess- um litla geira milli skotgrafanna, sem svo grimmi- lega hafði verið barist um fyrir stundu. í*á er fót- gönguliðsmennirnir höfðu verið saman stulta stund, tóku Ameríkumenn að bjóða Þjóðverjum vindlinga, súkkulaði og »gum«, og oft gátu Þjóðverjar boðið kaffi, brauð og pylsur í staðinn. Öll nánari mök böfðu verið stranglega bönnuð, en þó sigraði for- vitnin áhæltuna hjá sumum Ameríkumönnum, svo að þeir á laun heiinsóttu sumar óvina-skotgraíirnar, sem næstar voru. Og yíir sjálfar gaddavírsgirðing- arnar hófu nú Þjóðverjar og Ameríkumenn smávegis vöruskiftaverzlun til minja um daginn. Skift var á þj'zkri og franskri mynt; einnig vindlingar og annað því um likt voru gjaldgeng vara. Alveg urðu Þjóð- verjar hissa á því, hversu margir Ameríkumenn mæltu á þýzka tungu. Fagnaðarópin kváðu við alla nóttina. Að vísu létu sigurvegararnir sér nokkuð hægar. Og nú sváfu menn í fyrsta sinni á fjórum árum sætum svefni eftir endilangri herlínunni og einnig að baki henni, í hinum frönsku borgum. En þar gengu líka franskir og ameríkskir hermenn fram og aftur um göturnar og sungu föðurlandssöngva.«

x

Iðunn : nýr flokkur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.