Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1919, Side 23

Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1919, Side 23
IÐUNNl Nú birtir yfir breiðum. i. Þeim norrænu görpum í gamla daga fanst gröf eða hel engin raunasaga; en aldrei þeir létu sitt frjálsræði falt, það fjöregg og sigrarnir voru þeim alt. Ef létu þeir óðul, fór eldraun um skapið, og ættjarðarlivörfin þó beizkasta tapið; en metinn var landflóttinn hepni til hálfs hjá hneisunni að kúgast — að missa sín sjálfs. Hið djarfhuga mannvalið leitaði landa um langvegu hafs þessum fullveldisanda. Sá andinn var gróður þinn, íslenzka þjóð, þín auðkenni’ og hróður, þinn mergur og hlóð. Hér fundu þeir landið í úthöfum yztu, í ísanna fangi, við gróðrana nyrstu, er lék sér með jarðelda og jökulflóð. Varð jafnræði fult með landi og þjóð. Þar gisti sú drótt að glóð og snævi, með guði og trú við kjarksins hæfi. Og einarðlegt þor þá öld var sýnt og engum manndómi niður týnt. En skift var um lieill, — og sannmál sagan um sviðinn og snöggan frelsishagann, landplága mörg og mæðuleg myrkan oss fylgdi aldaveg.

x

Iðunn : nýr flokkur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.