Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1919, Blaðsíða 30
188
Ágúst H. Bjarnason:
[ IÐUNK
ríkismála, landvarnir (Hœvdelse af Omraadernes
UkrœnkelighedJ, sameiginlegan gunnfána, sameigin-
lega peningasláltu og æðsta dómsvald. Þar er og
áskilið jafnrétti þegnanna, rétlur Dana til fiskiveiða
í landhelgi íslands o. s. frv. Ennfremur að ölluin
skuldaskiftum Danmerkur og íslands skuli lokið ineð
stofnun 2 milj. króna sjóðs í Kaupmannahöfn til
styrktar ísl. námsmönnum og ísl. vísindaiðju. Loks
eru ákvæðin um ráðgjafarnefndina, sem bæði eigi að
vinna að samræmi í löggjöf ríkjanna, en þó sérstak-
lega gæta þess, að engin þau ákvæði séu sett í lög
annars ríkisins, er geti skert eða skaðað hagsmuni
hins rikisins eða þegna þess.
Þessum boðorðum svara ísl. nefndarmennirnir 8.
júlí með »Frumvarpi að dansk-íslenzkum sambands-
gjörningi«. Hljóðar 1. gr. hans þannig: »Danmörk og
ísland eru frjáls og fullvalda ríki, með sjálfræði og
ábyrgð allra sinna gerða, 1 sambandi um einn og
sama konung. Nöfn beggja ríkja komi fram í heiti
konungs«. En þar er líka komin inn til samkomu-
lags meginparturinn úr 6. gr. um jafnrétti þegnanna
i Danmörku og á íslandi, tekinn upp eftir 5. gr. frv.
dönsku nefndarmannanna 5. júlí. Og þar er ekki
lengur um Færeyinga eina, heldur og um alla Dani
að ræða: »Danskir ríkisþegnar skulu að öllu leyti
njóta sama réttar á íslandi sem íslenzkir ríkisþegnar
og gagnkvæmt. Sama er um skip beggja rikja«. t*ó
er sá mikli munur á isl. og dönsku uppástungunni,
að í ísl. frv. er þegnrétturinn ekki sameiginlegnr,
heldur gagnkvæm réttindi veilt hvorum í landi hinna.
En Danir höfðu talið sameiginlegan þegnrétt ófrá-
víkjanlegl skilyrði. Þetla með gagnkvæmar réttinda-
veizlur var því miðlunarvegur, tilraun til að vita*
hvað Danir mundu lengst vilja ganga í þessu efni,
Danir fari og, samkv. þessum sambandsgjörningi,
með utanríkismálin í umboði íslands, þó þannig, a^