Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1919, Side 34

Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1919, Side 34
192 Á. H. B.: ísland fullvalda ríki. [iðunN merkasta dags í sögu landsins síðar meir. Og ekki ætti þá síður að minnast þeirra manna, sem hafa fengið þessu framgengt. Nöfn þeirra ætti að réttu lagi að letra gullnu letri á þann stað, þar sem ísland öðlaðist fyrstu viðurkenninguna fyrir fullveldi sínu, en það var í kennarastofu háskólans. En hún er nu, fyrir þennan atburð, orðin að frægustu vistarveru þessa lands. Þann 1. desember síðastliðinn varð ísland frjálst og fullvalda ríki. Var það hátíðleg og dýrðleg stund, er ríkisfáni vor var dreginn á stöng í stjórnarráðinu; komu Danir oss þar ógleymanlega vel fram bæð1 með því að láta hermenn af varðskipinu votta hon- um virðingu og í hinum hreinskilnu og fögru orðum yíirforingjans sjálfs. Ættum vér íslendingar Iengi að muna það göfug- lyndi, sem Danir hafa sýnt oss nú í síðasta þæth stjórnmálabaráttu vorrar; enda munu nú allir íslend- ingar óska þess af heilum hug, að þeim bætist bráð- lega fyrir það, sem þeir hafa mist í þegnatölu við það, að ísland varð ríki, á þann hátt, að þeir fá1 aftur, það sem þeim ber, af Norður Slesvík. t’esS munu allir réttsýnir menn unna þeim. Og þá munu þeir sjálfir þykjast góðu bættir. Og lofum nú því sama, sem Danir lofuðu, þá el' ríkisfáni vor var dreginn á stöng, að halda alla samninga, er í sambandslögunum felast, vel og tru- lega. Lofum því að reynast Dönum jafn-vel og þel1 hafa reynst oss nú upp á síðkastið. Pá mun oss vel farnast og báðir hafa heiður af. Á. H. B.

x

Iðunn : nýr flokkur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.