Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1919, Page 37

Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1919, Page 37
IÐUNN] Heimilið. 195 Hún huggar börnin, hjúluar gamalmennunum, sér uin, að hjúin vanti ekki það, sem þau þurfa með, og er — eða á að vera — sannnefndur sólargeisli, sólargeisli fyrir manninn, þegar hann kemur inn, þreyttur og svangur og mæddur af mótlæti dagsins. Eg þekki t. d. kaupmann (nei; það er ekki til neins að líta í kringum sig, — hann er hér ekki), sem er svo ýrður í búðinni, að það eru vandræði að skifta við hann. En undir eins og hann er kom- *nn inn i húsið, þá er hann viðfeldnasta prúðmenni. Af hverju? — Af því, að hann á svo glaðlynda og góða konu, sem heíir þessi áhrif á hann, undir eins °g hann kemur í ylinn af umgangsþýðleik hennar á heimilinu. Eg ætla að taka hér dálitla grein úr fyrirlestrin- um, sem ég nefndi, eftir Selmu Lagerlöf. Hún er livort sem er ein merkasta kona á Norðurlöndum — ^ékk Nobelsverðlaunin 1909 fyrir ritstörf sín — en Þýðinguna hefir gert ungfrú Laufey Valdemarsdóttir. Selmu Lagerlöf farast svo orð um fyrirmyndar- úeimilið: »Er það ekki líka aðdáanlegt, þetta litla hæli? t>að tekur fúslega á móti okkur, meðan við erum hjálparvana og erfið ungbörn. Það setur okkur 1 heiðurssælið, þegar við erum orðin veikburða gamal- lUenni. Það veitir húsbóndanum gleði og hressingu, Þegar hann leilar þangað, þreyttur af erfiði dagsins. 1 að hlúir eins vel að honum, þegar á móti honum blaes í heiminum, eins og þegar honum er liossað l)ar- Á heimilinu eru engin lög til, að eins venjur, sem fylgt er af því, að þær eru gagnlegar og heilla- UrJúgar. Þar er refsað, en ekki í hegningarskyni, heldur til þess að ala upp. Þar geta allir hæfileikar °mið að notum, en sá, sem er ekki búinn neinum Peirra» getur orðið eins elskaður og mesti hæfileika- Jhaðurinn. Heimilið getur tekið fátækt vinnufólk inn smn heim og haldið því alla ævina. Það missir ’13

x

Iðunn : nýr flokkur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.