Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1919, Page 40
198
Þórunn Richarðsdóttir:
[ IÐUNN
Svo líður í önnum sæld og sorg,
hver sólarkoma og hvarf;
um rnorgun hvern er haíið verk,
kvöld hvert er endað starf;
en dagsverk unnið, nokkurs nýtt,
gefur næturhvíld í arf.
[Longfellow, pýð. E. Ben.]
Enginn má þó ætla, að ég sé að gera lítið úr efna-
heimilunum. Fjarri fer því. Það er blessuð guðs
gjöf að vera efnalega sjálfstæður, og fátt sem aflar
manni álits samferðamannanna fremur en það. En
menn geta lifað góðu liíi, ef rétt er á haldið, miklu
ódýrra heldur en flest efnað fólk hefir hugmynd
um, og yfir höfuð er vellíðan manna ekki eins
mikið komin undir efnaliag eða ástæðum eins og
því, hvað menn eru nægjusamir og hvaða kröfur
þeir gera til lifsins. Hver maður verður að sníða
sinn stakk eftir sínum vexti og því haga útgjöld-
unum eftir sínum tekjum en ekki annara. Þegar
t. d. fátæk stúlka, sem hefir verið í vist í ríku húsi,
fer að byrja búskap, þá þarf hún ekki að hugsa, að
hún geti haft alt eins og þar var haft; með þvl
lagi mundi hún setja heimili sitt á höfuðið, áður en
það kæmist á fót. En hún gæti tekið margt með sér
þaðan, sem búinu hennar hentaði betur en krydd-
meti í silfurskálum: stjórnsemi, stundvísi, hagsýni og
þrifnað gæti hún flutt með sér á nýja heimilið sitt.
Og það yrði henni hollari heimanmundur og mann-
inum afl'arasælli en þótt hún hefði sniðið sér stæri'i
stakk en henni samdi.
Mun ég nú láta hér staðar numið að sinni og bið
þá velvirðingar, er hlýtt hafa á mál mitt.
Háttvirta samkoma! — Ég mintist á það í gær»
að það, sem við einkum þyrftum að leggja stund a
til heimilisþrifa, væri þrifnaður og reglusemi, °S