Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1919, Side 58

Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1919, Side 58
216 íslenzkir listamenn: [IÐUNM slíka ofhleðslu. Steinninn er jafnan þögull, og ÞV1 verður það að vSra fáort og gagnort, sem í hann fer. Eins lík eins og vangamyndin af St. G. St. i sjálfu sér er, eins leiðist mér bæði plægingamaður- inn og flugfákurinn með járnteinunum niður úr. Eða hvern skyldi gruna, sem ekki veit það, að þetla ætti að tákna hörpustrengi? — Þó leiðasl mér mest þær »ljótu loppur«, er koma í ljós báðum megin við vangamyndina; eru þær líkastar því eins og verið sé að gefa skáldinu »langt nef«, þótt þær raunar eigi að tákna islenzka fjallafaðminn, er sé að teygja sig út eftir skáldinu. Öll er myndin leiðinleg, en hún sýnir þó, hverju Ríkharði hættir mesl við og helztu lýtin á list hans. Honum hættir stundum við að of- hlaða svona myndir sínar og smíðisgripi með alls- konar meira eða minna smekklegu kroti og útflúrn Hann gleymir þá hinum hréinu línum og því seni er æðsta boðorð steinlistarinnar, að tala máli hinnar »heilögu einfeldni«. Séu líkingar viðhafðar i stein- listinni, þá eiga þær að koma í ljós sem sérstakar myndir, eins og t. d. lágmyndir á fótstöllum lík- neskja, en það á ekki að hrúga þeim, eins og ber er gert, inn í sjálfa myndina og sprengja með þvl öll heildaráhrif hennar. Listamaðurinn veit þetta, eins og síðasta myndin sýnir, en hugarflugið her hann ofurliði og freistar hans til að leggja ofmikið inn í myndirnar. Síðasta myndin, sem hér verður sýnd, er líka líking, en hún er hrein og bein og blátt áfram, enda hefir listamanninum þar aftur tek- ist upp. Mynd þessa nefnir R. J. »Pasteur’s minning«; en tilefni hennar er fyrirlestur, sem landlæknir G. Rjörn- son hélt hér í fyrra eða hitteðfyrra og brot úr kvæði eftir Charles Richet, sem hann hafði þýtt og nefnist »Frægð Pasteur’s«. Nú er sóttkveikju-rannsóknum þessa mikla manns var lýst og því, hversu miklo

x

Iðunn : nýr flokkur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.