Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1919, Page 62

Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1919, Page 62
220 Ágúst H. Bjarnason: [IÐUNN Svo er og í gljúpu grasi geipi-nóg af maðkakind; og svala máttu þorsta þínum þarna’ í silfurtærri lind. Hamingjan er, hái vinur! í hófseminni falin þó; en í hófi af öllum gæðum eitthvað finst í hverri þró. — Já, vitringur! það virðist nóg, — kvað veikur örn með spekt og ró. En enn þá dýpri hrygð í augað sló. Ja, speki þó! þú dæmir eins og dúfa. [A. — Þýddi.] Er sócíalisminn í aðsigi? Eftir Ágúst H. Bjarnason. Eins og þegar hefir verið drepið á, er meginhugsun sócíalismans i því fólgin að gera ýmsar eignir og öll helztu framleiðslutækin að félagseign og starfrækja þau síðan á kostnað hins opinbera. — Er nú nokkuð, sem bendi til þess, að eitthvað þvílíkt sé í aðsigi i heiminum; að einkaframtakið sé að víkja fyrir sam- tökum og samvinnu, og að ríki, héraðsstjórnir eða sveita- séu að búa sig undir það að gera ýmislegt það að félagseign og félagsframtaki, sem áður hefir verið falið umsjá og atvinnurekstri einstakra manna?

x

Iðunn : nýr flokkur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.