Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1919, Side 63

Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1919, Side 63
IÐUN'N 1 Er sócíalisminn í aðsigi? 221 Er með öðruin orðum hinn hagnýti sócíalismus farinn að ryðja sér braut um lieiminn? Stórmikið bendir til þessa og það meira að segja 1 öllum löndum og um allan heim. Heimurinn er að smá-sócíaliserast, og það án þess að hann viti nokk- urn hlut af, já, meira að segja viðast hvar án vilja og vitundar og þó með aðstoð stóreignamannanna sjálfra. Því að þeir eru einmilt með risafyrirtækjum sínum að búa í hendur sócialismanum. En hvernig ber að skilja þetta og hvernig getur slíkt og því um líkt átt sér stað, svo að segja án vilja manna og vitundar? Það er með þjóðfélagslífið °g þróun þess eins og annað í heiminum, að það lýtur ákveðnum lögum, sem ekki verður í móti mælt °g engin ráð eru til að sporna við. Því eru þeir ynenn hreint og beint lieimskir, sem halda, að þeir, 1 stað þess að reyna að skilja, hvað fram fer og haga sér eftir því, geti látið sér nægja að spyrna við broddunum, spyrna við flóðbylgju framþróunarinnar. Enda verða þessir menn oft til í flóðinu eða skrið- uoni, áður en þá sjálfa grunar. En nú skal reynt að sýna, hvert þróunin í rnann- ^ífinu stefnir, að hún stefnir frá einkaeigninni og einkaframlakinu að félagseign og félagsframtaki. l'egar vélöldin hófsl undir lok 18. aldar, þá lýsti Eún sér einmitt í því, að vélaiðnaðurinn sviftijhand- Verksmennina einkaframtaki sínu. Eað, sem þeir höfðu áður unnið í höndunum og liaft sér lil lífs- viðurværis, var nú farið að vinna í vélum og verk- srniðjum, sem stóreignamenn áttu; og áður en varði Var allur verkamannalj'ðurinn orðinn að vinnuþræl- 11111 fáeinna stóreignamanna. En þeir færðust æ meir °g meir í aukana og færðu út kvíarnar eftir því sem Þeir auðguðust, unz þeir höfðu tekið miljónir manna 1 Þjónustu sína. En til þess að þeir gætu lagt æ ^Oeira og meira af framleiðslunni og heimsmarkað-

x

Iðunn : nýr flokkur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.