Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1919, Side 64
222
Ágúst H. Bjarnason:
[ IÐUNN
inum undir sig, tóku þeir að stofna hlutafélög eða
sameignarfélög. Þetta hefir haft það í för með sér,
að fleiri og íleiri slóriðnaðarfyrirtæki í sömu grein
hafa runnið saman i eina lieild, og eru nú í þann
veginn að mynda stóra iðnaðar- og verzlunarhringa
(trusis), sem eru að leggja heiminn og heimsmarkað-
inn undir sig. Einingarnar í iðnaði og verzlun eru
með öðrum orðum að verða stærri og stærri; en
jafnframt eru þær með samkepninni að sálga öllum
hinum smærri keppinautum sínum, og er nú svo
komið í einstökum greinum, að sumar vörur eru
komnar á einar eða að eins fáar hendur, eins og
t. d. steinolían, baðmullarlvinninn, tóbakið og nokkr-
ar fleiri vörur. Svona er nú framleiðslunni farið; en
í sömu átt stefnir verzlunin.
Risavaxin heildsöluhús, sem eiga bein viðskifti við
almenning, eru nú að rísa í öllum föndum, eins og
t. d. verzlunarhús þeirra Harrow’s, Whiteley’s og
Selfridges í London, Bon Marché, Magasin de Louvre
og Printemps í París, Tietz, May & Edlich o. íl. ú
Þýzkalandi og í Belgíu, Wanamakers í Chicago og
New York o. 11., o. 11. En þessi heildsöluhús, sem
hafa alt á boðstólum, eru að smádrepa hinar smærri
verzlanir, sem eru einstakra manna eign, með þv*
að bjóða betri kjör og oft betri vöru. Pá er að nefna
póstkröfuhúsin í Ameríku, sem líkt og »Viðskifta-
félagið« hér bjóðast til að útvega mönnum alt fyrir
lítil eða engin ómakslaun, en græða á því að fara
fram hjá búðum einstakra kaupmanna og beint til
stórsalanna. Slík póstkröfuhús hafa oft miljónir við-
skiftavina og má geta nærri, hvað þau draga ur
höndum einstakra verzlana.
Pá er að geta um eina tegund félaga, er sameina
hvorltveggja, framleiðslu og verzlun, hin miklu vöru-
gerðahús, er sjálf opna sölubúðir sínar víðsvegar um
lönd, en þó einkum í helztu verzlunarborgum heims-