Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1919, Page 68

Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1919, Page 68
226 Ágúst H. Bjarnason: IIÐUNN taka að sér póst- og símasambönd, vegi, brýr og ýms önnur samgöngufæri, svo sem járnbrautir o. fU heldur eru þær og víða farnar að sjá þegnum sínum fyrir ýmsum lífsnauðsynjum, svo sem vatni, ljósi og eldivið, íbúðum og samkomuhúsum, vatnsaíli til ljósa og vinnuaíls og ýmislegu lleiru víðsvegar um heim, og það víðast hvar með svo ágætum árangri* að báðir aðiljar, bæði þjóðfélagið og þegnarnir, mega vel við una. Skulu nú nefnd nokkur dæmi þessa. Skal þá fyrst minst á það, sem er deginum ljós- ara og hefir þegar borið hinn bezta árangur. Sú stefna hefir, eins og kunnugl er, ríkt til skams tíma á íslandi að selja sem fiestar þjóðareignir og þjóð- jarðir; en nú er sú stefna að ryðja sér til rúms uni ýms lönd að gera sem fiest að þjóðareign. Þannig reyndi Prússastjórn þegar fyrir stríðið að kaupa upp lönd, einkum skóglendi, bæði tif þess að landið yrðJ ekki rúið skógi og eins til þess að útvega þegnum sínum eldivið og aðrar lífsnauðsynjar. Og í sömu átt hafa ýmsar þýzkar borgir og bæjafélög stefnt með landakaup og annað. En þessi landakaup hafa hafl stórhagnað í för með sér, ekki einungis fyrir bæjar' félögin sjálf, heldur og, og það engu síður, fyrir sjálfa borgarana. Bæjarstjórnunum er nefnilega í sjálfsvald sett, hvar og í hvaða áttir eigi helzt að byggja borgirnar og hvernig húsum skuli skipað, hvar helztu og fegurstu byggingarnar eigi að rísa o. s. frv.; en þetta getur auðvitað hækkað verðmæti lóðanna að iniklum mun. Og ef bæjarfélögin sjálf ráðast í að byggja, verða þau eigendur bæði búsa og lóða. En afgjaldið eitt af lóðum og landareignum getur orðið svo inikið, að það létti öllum sköttuin og skyldum, öðrum en lóðargjöldum, af borgurum bæjarins, og má nefna þó nokkur dæmi þessa: Freiburg im Breisgau (Baden), sem hefir nú um

x

Iðunn : nýr flokkur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.