Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1919, Síða 69
*ðunn] Er sócíalisminn í aðsigi? 227
85 þús. íbúa, átti í Iok ársins 1912 hvorki meira né
minna en 77,4°/o af öllu landflæmi bæjarins. Koblenz,
Augsburg og Stettin áttu um líkt leyti rífan helming
alls bæjarstæðis síns. Breslau, Darmstadt, Köln,
Strassburg og Wiesbaden áttu 30—50°/o alls bæjar-
landsins. Frankfurt-am-Main, sem árið 1897 átti land
fyrir 231/* milj. króna og lánaði það ár 5 milj. 400
þús. kr. til landakaupa, átti 15 árum síðar lönd,
sem metin voru 270 milj. kr. virði. Eign borgarinnar
I löndum hafði þannig meira en tifaldast á þessum
15 árum. Þetta sama ár, 1912, átti borgin 2430
ibúðarhús með búðum, sem hún leigði út, 431 vörú-
birgðahús og 5361 lóðareignir, er hún tók leigu af.
Af skóglendi sínu einu saman hafði hún fram undir
150 þús. kr. í tekjur. Ulm í Wúrtemberg á 3/i alls
hæjarlands síns og hefir þrefaldað landareign sína á
8 árum, en arðurinn af kaupum þessum hefir orðið
^20 þús. kr.
En svo að menn fái nú áþreifanlegar sannanir
fyrir því, hversu mikið golt þessi landakaup þýzkra
borga og bæja hafa haft i för með sér fyrir sjálf
bæjarfélögin og borgara þeirra, skulu enn nefnd
nokkur dæmi. Bærinn Klingenberg í Neðri-Bayern
hefir getað gert borgara sína skattfrjálsa og hefir
meira að segja getað lagt hverjum þeirra um 270 kr.
a ári, auk þess sem hann birgir þá að brenni og
hálmi. — Borgin Freudenstadt í Wurtemberg á
''íðáttumikil skóglendi og akra, en af löndum þess-
oni hefir hún sem svarar 126 þús. kr. í árstekjur.
Af þessu eyðir hún 94,500 kr. til almennra útgjalda,
er koma í stað skatta og útsvara, 1350 kr. er eytt
til sameiginlegra smáþarfa, en um 30 þús., sem af-
gangs eru, er jafnað niður á milli fjölskyldna bæjar-
lns, sem eru um 1300 talsins. — Loks má geta um
Hagenau í Elsass, sem er á stærð við Reykjavík.
Hún hefir 252 þús. kr. í árstekjur af löndum sínum,
*15