Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1919, Blaðsíða 70
228
Ágúst H. Bjarnason:
llÐUNtf
sem auk þeirra tekna, er hún hefir af -vatnsveiU*
sinni og gasstöð, hrekkur hér um bil fyrir öllum út-
gjöldum hennar, svo að skattar og skyldur eru þaf
sama sem engar.
Beri menn nú þetta saman við fjárhag Reykjavik-
urbæjar og alla ráðsmenskuna þar, þar sem bærinn,
þrált fyrir það þólt hæslaréttardómur sé fyrir því, að
liann hefði getað fengið fleslöll erfðafestulönd sín aftur
fyrir sem svarar grasnytjarverði þeirra, hefir gloprað
mestöllum arðvænstu löndum sínum úr höndum sér,
og þar sem aukaútsvörin ein námu nú siðastl. ár
milj. króna og hrukku þó ekki nándarnærri ti)
fyrir nauðsynlegustu útgjöldum. Þar er búbyggnin,
og þar eru menn, sem kunna að stjórna, eða hilt
þó heldur!
þá er að lita á húsagerð ýmissa borga og hæja. —-
Borgin Zurich í Sviss hafði að minsta kosli fyrir
slríðið svo miklar húsabyggingar með höndum, að
það gerði hana smámsaman að eiganda l/.i liluta
borgarinnar, en ibúatala hennar er nú eitthvað uin
200,000. Árið 1907 var húsnæðiseklan orðin svo
mikil þar í borginni og húsaleigan þar af leiðandi
svo há, að bæjarstjórnin sá ekki annað ráð vænna
en að laka 1,800,000 kr. að láni og byggja fyrir það
225 hús. Hús þessi, sem að meðaltali kostuðu 8 þús.
kr., voru aðallega ætluð starfsmönnum borgarinnar
við gasstöðvar liennar, vatnsveitu, rafmagnsstöð og
sporvagna. Fyrirtækið hepnaðist, og siðan hafa verið
bygð mörg slórhýsi á kostnað borgarinnar með öll-
um þægindum og í hinu fegursta umhverfi. Að
mörgu leyli bera hús þessi af húseignum einstakra
manna, einkum þó í þvi, að að þeim liggja stórir
leikvellir fyrir börn og unglinga. Og þó er húsaleigan
heldur lægri í þessum húseignuin borgarinnar en i
húseignum einstakra manna eins og sjá má af eftir—
farandi samanburði: