Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1919, Side 74

Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1919, Side 74
232 Ágúst H. Bjarnason: [ iðunn teningsmetra.1) Þetta kostaði borgina hvorki meira né minna en 88—90 milj. franka á ári, þangað til í desbr. 1905, að borgin komst að kaupum á gasstöð- inni. Og nú er borgin að ná upp því, sem hún hefir lagt út áður með því að leggja að eins l3/» cent. (c. 1 eyri) á teningsmetrann; en með þessu litla álagi verður hún á 35 árum búin að ná inn öllum þeim aukaútgjöldum, sem hún áður varð að borga í upp- bót fyrir borgarbúa. Annað ljóst dæmi þess, hversu mikinn hagnað bæjarfélagið sjálft og borgarar þess geta haft áf því, að eiga ýms stórfyrirtæki, þótt það starfræki þau ekki, er neðanjarðarbrautin í París. Borgin tók það að sér í upphafi að byggja alla þessa neðanjarðar- braut, er nefnist Métropolitain og nú liggur eins og net um þvera og endilanga borgina og gerir mönn- um það kleifl að ferðast um hana horna og enda á milli fyrir 10—18 au. Fyrstu árin frá 1900 —1912 starfrækti borgin sjálf brautina og hafði þá c. 8 milj- kr. gróða upp úr henni; en á hinn bóginn hafði verið eytt til hennar í nóvbr. 1913 hér um bil 342 milj. króna. Þá var rekstur brautarinnar seldur félagi nokkru á leigu, þannig að félagið borgar bænum c. 4 au. af hverjum 2. flokks farseðli, en 7 au. af hverj- um 1. fi. farseðli upp að ákveðnum fjölda farseðla á ári, en nokkuð liærra úr því. Með þessu móti lær borgin miklu meira en nemur afborgun og rentum af höfuðstólnum og það alveg fyrirhafnarlausl. Oll þau lán, sem tekin voru til þess að byggja brautina, verða greidd að fullu árið 1979 og þá er brautin orðin eign borgarinnar án þess að hún haíi koslað borgarbúa grænan eyri í beina skatta. Þetta getur nú heitið framtak og fyrirhyggja og sýnir bezt, hversu borgir og lönd geta ráðist í miljóna fyrirtæki, án þess að hætta til þess einum eyri, og þó haft ágætan 1) Paö þælti ekki hátt Iiér, 21 eyrir fyrir tcningsmetrann!

x

Iðunn : nýr flokkur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.