Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1919, Side 78

Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1919, Side 78
236 Ágúst H. Bjarnason : l iðunn þó því að eins, að þær hafi svo valinkunnum og -þrautreynduni mönnum á að skipa, að þeim sé trú- •andi fyrir slíkum fyrirtækjum, er varða heill og vel- ferð almennings og ef til vill alls landsins, bæði í bráð og lengd. — Auk þess sem sócíalisminn þannig er að komast á í verki víðsvegar um heim, virðast stríðslokin ætla að verða þau, að hann setjist að stjórn víðsvegar um lönd. Þar á ég alls ekki við skrílræði bol- chevika á Rússlandi, er naumast getur talist til sócíal- ismans, heldur hina nýju stjórn Þýzkalands og þýzka Austurríkis, sem virðist eindregið sócíalistisk eftir ummælum hennar að dæma. í yfirlýsing sinni til þjóðarinnar 10. nóv. þ. á. kemst hún meðal annars svo að orði: »Þjóðfélagsfyrirkomulagið í Þýzkalandi er svo úr garði gert og skipulag efnahagsmála og stjórnmála svo fullkomið, að hægt er fljótlega og reglulega að breyta framleiðslutækjum auðvaldsins i það horf, sem sócíalisminn heimlar, og sú breyting þarf ekki að valda sterkum hreyfingum. En hún er nauðsynleg til þess, að reist verði nú á hinum blóðugu rústum nýtt hagfræðilegt skipulag, sem frelsa megi fjöldann frá þrældómi efnaleysisins og menn- •inguna frá eyðileggingu. Allir starfsmenn andans og verkamenn handanna, sem þessi hugsjón hefir fyR og af heilum hug vilja berjast fyrir framkvænid hennar, eru hér rneð kvaddir til samvinnu að þessu marki.« »Verkainanna- og hermannaráöið hefir þá föstu sannfæringu, að í öllum heiminum sé i undirbúning1 bylting, er fari í sömu átt og þessi. Það treystir þw> að öreigalýður annara landa geri alt, sem í hans valdi stendur til þess að hindra það, að hinni þýzku þjóð verði misboðið nú i lok ófriðarins.« Undarlegt, að þessi bylting skyldi verða, keisara- veldin líða undir lok og þjóðveldin rísa, einmitl a

x

Iðunn : nýr flokkur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.