Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1919, Qupperneq 81
IBUNN]
Ritsjá.
239
Selma Lagerlöj: Föðurást (Kejsarn av Portugalien). I
isl. pýö. eftir dr. Björn Bjarnason frá Viðfirði. Rvik
1918. Útg. Sig. Kristjánsson.
Saga pessi gerist i Vermalandi og lýsir bóndamanni,
sem verður svo gagntekinn af ást til dóttur sinnar, aö
hann gengur síðast af vitinu út af umhugsuninni um hana
og hyggur, að hún sé orðin drotning, en hann keisari i
Portúgal. F'öðurástinni er Iýst svo átakanlega í bók þessari,
að vel má nefna hana því nafni, þótt ég hefði kunnað
betur við að halda frumtitlinum. Og þótt sagan sé á köíl-
Um ágætlega góð og skemtileg, eins og alt, sem Selma
Lagerlöf skrifar um Vermaland, þá hefði ég þó fremur
kosið eitthvað annað eftir hana á íslenzku. En það var
einmitt föðurhjarta, sem þýddi bókina í framandi Iandi,
ijarri sínum. — Bókin er ágætlega vel þýdd, á mjúkt og
viðfeldið mál. Er raunalegt til þess að vita, að sá maður,
sem þýddi þetta sér til dægrastyttingar og hugarhægðar,
skuli nú ekki lengur vera í lifandi manna tölu. En þar er
góður genginn, sem dr. Björn var; og mikils hafa ísl. mál
og ísl. bókmentir í mist við hið skyndilega fráfall hans.
Johan Bojcr: Insta þráin. Pýtt hefir Björg P. Blön-
hal. Khöfn 1918.
»Iðunn« mun hafa verið með þeim fyrstu, er kynti isl.
lesendum Jóliann Bojer með þýðingu á sögunni »Katrín í
Ási«. pví þóttist hún eklci getað gengið fram hjá þessari
hók, þótt útgef. hirti ekki um að senda hana, og það því
síður
sem hér er um verulega góða bók að ræða.
Pétur Holm er óskilgetinn og er komið fyrir í sjóveri
e'nu. Hann brýzt til menta og verður verkfræðingur, þótt
hann raunar langaði rnest til að verða prestur. Nú vill
hann reyna að sj’ma trú sina í verkinu með því að lyfta
^nnnkyninu og létta því lííið i verklegum og veraldlegum
efnum. Og hann notar óspart liugvit sitt og vélarnar til
Þessa. — Að vísu litur heimurinn út eins og vél, en þá er
ah reyna að blása sál í hann! Og tilveran virðist í insta eðli
sinu vera tilgangslaus; en þá er að setja henni tilgang
^Oeð þvi aö finna guð eða að skapa hann! Eittlivað
Verður maður að finna, sem maður getur Iifað á og dáið
uPp á — það er insta þráin, í því lýsir sér hið mikla