Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1920, Page 69

Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1920, Page 69
IÐUNN] Tvennskonar frægð. 227 — »Og því þá það ? Þessi veslings maður hefir al- veg sagt skilið við þenna heim! Hann hefir ekkert til mannanna að sækja .... ekkert! . . . . Ég grát- hæni yður bara um, að þér Iofið honum að deyja í friði«. — »Ó!« sagði Rúbens í miklum guðmóði: »Petta má ekki svo til ganga, faðir minn! Þegar guð tendrar í einhverri sál helgan eld snillinnar, þá er það ekki til þess, að sú sál veslist upp í einveru, heldur til þess að hún inni af hendi þá háleitu köllun sína: að upplýsa sálir annara manna. Nefnið þér mér klaustrið, sem þessi mikli listamaður felur sig í, og eg ætla mér að leita hann uppi og gefa hann aftur heiminum! Ó, hvílík frægð bíður hans.« — »En .... ef hann hafnar henni?« — spurði príór- inn hikandi. — »Ef hann hafnar henni, þá leita ég fulllingis páfans, sem eg hefi þann heiður að þekkja, og páfinn getur áreiðanlega betur sannfært hann en ég«. — »Páfinn!« gall príórinn við.j — »Já, faðir, páfinn!« endurtók Rúbens. — »Pað er einmitt vegna þess, að mér dytti ekki í hug að segja yður nafn þessa málara, jafnvel þó eg myndi það. Óg það er einmitt þess vegna, að eg segi yður ekki, í hvaða klaustri hann hefir leitað sér hælis!« —»Látum svo vera, faðir; konungurinn og páfinn skulu neyða yður til að segja það!« anzaði Rúbens reiður. »Ég ætla mér að sjá um það«. »Ó! þér gerið það ekki!« gall munkurinn við. »Það væri mjög illa gert af yður, herra Rúbens. Takið þér frá okkur málverkið, ef yður sýnist svo, en lofið honum að vera í friði, er nú hefir hlotið hvíld. Ég tala til yðar í nafni guðs! Já, ég hefi þekt, ég hefi elskað, ég hefi huggað, ég hefi endurleyst, ég hefi hrifið upp úr holskeflum ástríðnanna skipbrota og aðfram kominn þenna mikla mann, er þér svo kall- ið, þenna ólánssama, blindaða, dauðlega mann, sem ég kalla, sem nýlega var gleymdur af guði

x

Iðunn : nýr flokkur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.